Þá fundu lögregluþjónar þrjá hnífa bíl hjá manni eftir leit í bílnum vegna gruns um fíkniefnalagabrot. Sá á von á kæru fyrir brot á vopnalögum. Minnst tíu ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Þá var talsvert af minniháttar málum á borði lögreglu, sem flest tengdust ölvun.
Í dagbók lögreglunnar segir Stefán Árni Jónsson, varðstjóri, að mat hans sé að verkefnum lögreglunnar fari fjölgandi um helgar.
Einnig var mikið að gera hjá lögregluþjónum í fyrrakvöld vegna ölvunar.
Sjá einnig: Erill vegna mikillar ölvunar
Lögregluþjónar í miðbænum höfðu afskipti af ofurölvi manni í á fjórða tímanum í nótt. Honum hafði nýverið verið vísað af skemmtistað vegna óláta og neitaði að segja til nafns. Hann var látinn gista í fangaklefa í nótt.