Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 09:30 Erin McLeod hefur mikla reynslu af því að spila á stórmótum á borð við HM og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stefnir á að vinna sig inn á HM í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. McLeod hefur farið á nokkur heimsmeistaramót með landsliði Kanada en íslenska landsliðið hefur aldrei í sögunni komist á HM, og sennilega aldrei átt meiri möguleika á því en í dag. Ef Íslandi tekst að koma í veg fyrir tap gegn Hollandi í Utrecht í kvöld kemst liðið á HM. „Ég bjóst þannig séð ekki við því að geta spilað með landsliðinu og núna er þetta komið í það að við gætum kannski komist á HM. Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu. Það er magnað að þetta sé í okkar höndum, að geta komist á HM, og við einbeitum okkur bara að þessum leik,“ segir Gunnhildur sem verður 34 ára síðar í þessum mánuði. Þessi naglharði miðjumaður leikur sinn 95. A-landsleik í kvöld en það er ekki eitthvað sem hún bjóst alls ekki við þegar hún meiddist alvarlega og ítrekað fyrr á ferlinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á leikvanginum í Utrecht þar sem spilað verður upp á HM-sæti í kvöld.vísir/Arnar „Ég náttúrulega sleit krossbönd þrisvar [innsk.: síðast árið 2013] og var mjög nálægt því að hætta í fótbolta, og ég myndi ekki segja að ég hafi verið besta knattspyrnukonan. En maður lagði hart að sér og ég er mjög þakklát fyrir að vera hér í dag og í þessum hópi. Þetta tekur mikla vinnu. Ég var kannski með átta landsleiki þegar ég var orðin 26 ára, svo að þannig séð bjóst maður ekki við að vera hér í dag. En þetta lið er svo magnað að það heldur manni gangandi. Það er geggjað að vera í þessari stöðu,“ segir Gunnhildur en viðtalið við hana, sem tekið var í Utrecht á sunnudag, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnhildur Yrsa vill að draumurinn rætist í kvöld „Erum með þetta íslenska hugarfar“ Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan en Gunnhildur segir bilið á milli liðanna hafa minnkað síðan þá: „Það eru margar ungar í okkar liði núna komnar með svakalega reynslu, búnar að taka þátt í EM og spila vel þar, og þetta lið fer bara stigvaxandi á hverjum degi. Ég myndi því segja það já. En hollenska liðið er frábært lið, vann EM 2017 og þekkir það að fara á stórmót, en við einbeitum okkur að okkar leik.“ Eins og fyrr segir dugar Íslandi jafntefli til að komast beint á HM en hverju breytir það fyrir liðið: „Engu svo sem. Við erum með þetta íslenska hugarfar og ætlum í alla leiki til að vinna þá. Það er gott að fara inn í leik með það hugarfar, þó að það sé fínt að eiga það inni að geta gert jafntefli. Við viljum vinna þennan leik, einbeitum okkur að okkur sjálfum, og getum ekki stjórnað öðru í kringum okkur. Við skiljum allt eftir á vellinum.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
McLeod hefur farið á nokkur heimsmeistaramót með landsliði Kanada en íslenska landsliðið hefur aldrei í sögunni komist á HM, og sennilega aldrei átt meiri möguleika á því en í dag. Ef Íslandi tekst að koma í veg fyrir tap gegn Hollandi í Utrecht í kvöld kemst liðið á HM. „Ég bjóst þannig séð ekki við því að geta spilað með landsliðinu og núna er þetta komið í það að við gætum kannski komist á HM. Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu. Það er magnað að þetta sé í okkar höndum, að geta komist á HM, og við einbeitum okkur bara að þessum leik,“ segir Gunnhildur sem verður 34 ára síðar í þessum mánuði. Þessi naglharði miðjumaður leikur sinn 95. A-landsleik í kvöld en það er ekki eitthvað sem hún bjóst alls ekki við þegar hún meiddist alvarlega og ítrekað fyrr á ferlinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á leikvanginum í Utrecht þar sem spilað verður upp á HM-sæti í kvöld.vísir/Arnar „Ég náttúrulega sleit krossbönd þrisvar [innsk.: síðast árið 2013] og var mjög nálægt því að hætta í fótbolta, og ég myndi ekki segja að ég hafi verið besta knattspyrnukonan. En maður lagði hart að sér og ég er mjög þakklát fyrir að vera hér í dag og í þessum hópi. Þetta tekur mikla vinnu. Ég var kannski með átta landsleiki þegar ég var orðin 26 ára, svo að þannig séð bjóst maður ekki við að vera hér í dag. En þetta lið er svo magnað að það heldur manni gangandi. Það er geggjað að vera í þessari stöðu,“ segir Gunnhildur en viðtalið við hana, sem tekið var í Utrecht á sunnudag, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnhildur Yrsa vill að draumurinn rætist í kvöld „Erum með þetta íslenska hugarfar“ Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan en Gunnhildur segir bilið á milli liðanna hafa minnkað síðan þá: „Það eru margar ungar í okkar liði núna komnar með svakalega reynslu, búnar að taka þátt í EM og spila vel þar, og þetta lið fer bara stigvaxandi á hverjum degi. Ég myndi því segja það já. En hollenska liðið er frábært lið, vann EM 2017 og þekkir það að fara á stórmót, en við einbeitum okkur að okkar leik.“ Eins og fyrr segir dugar Íslandi jafntefli til að komast beint á HM en hverju breytir það fyrir liðið: „Engu svo sem. Við erum með þetta íslenska hugarfar og ætlum í alla leiki til að vinna þá. Það er gott að fara inn í leik með það hugarfar, þó að það sé fínt að eiga það inni að geta gert jafntefli. Við viljum vinna þennan leik, einbeitum okkur að okkur sjálfum, og getum ekki stjórnað öðru í kringum okkur. Við skiljum allt eftir á vellinum.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00
„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46
„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti