Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 10:00 HK hefur spilað samfleytt í efstu deild síðan 2005. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur. Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur.
2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira