Mbl.is greindi fyrst frá málinu en þar segir að maðurinn sé talsvert brunninn á fótum og á kviði.
Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk hjá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Ekki er vitað um líðan mannsins þessa stundina.
Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið með mjög langa veiðistöng og að vettvangsvinnu sé enn ólokið.
Maðurinn sem um ræðir er erlendur ríkisborgari á sextugsaldri og var í veiðiferð hér á landi.
Fréttin hefur verið uppfærð.