Fólk í fjölskyldu-eða nágrannaerjum misnoti ábendingakerfi MAST Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2022 16:52 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar vísir/egill Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að starfsfólk stofnunarinnar geti ekki varið sig þegar gagnrýnin umræða fari af stað um stofnunina. Það hafi ekki til þess heimild. Þetta sagði Hrönn í viðtali hjá Reykjavík síðdegis þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við óvæginni gagnrýni sem spratt í kjölfar meintrar illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarbyggð. Stofnunin hefur verið sökuð um sinnuleysi og seinagang og þá kallaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eftir því í gær að stofnunin yrði „stokkuð upp“. Hrönn sagðist skilja almenning. „Enginn vill sjá dýr í neyð. Við erum líka þar en við getum hins vegar ekki upplýst aðilana, sem senda inn ábendingar, um hvernig málin eru að vinnast af því að sá sem sendir inn ábendingu er ekki aðili að þessu máli. Við megum ekki upplýsa hvað við erum að sjá, hvað við erum að gera eða hvernig við erum að gera það. Og þess vegna upplifir almenningur í raun og veru bara aðgerðir Matvælastofnunar þegar þeim er lokið og það er alltaf okkar „dilemma“. Við getum aldrei varið okkur í þessari umræðu almennings.“ Hrönn sagði þá einnig að rannsóknarskylda hvíli á öllum eftirlitsstofnunum. Það sé til dæmis ekki hægt að fjarlægja dýr af sveitarbæ án þess að rannsókn hafi farið fram. Þá bætti hún við að það sé algengt að ábendingakerfi Matvælastofnunar sé misnotað. „Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að ábendingakerfi Matvælastofnunar er nýtt til þess að reyna að klekkja á fólki. Við sjáum það líka að fólk í nágrannaerjum, fjölskylduerjum og skilnuðum nýtir sér ábendingakerfi Matvælastofnunar til að reyna að klekkja á hinum aðilanum.“ Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Nágrannadeilur Tengdar fréttir Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32 Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Þetta sagði Hrönn í viðtali hjá Reykjavík síðdegis þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við óvæginni gagnrýni sem spratt í kjölfar meintrar illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarbyggð. Stofnunin hefur verið sökuð um sinnuleysi og seinagang og þá kallaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eftir því í gær að stofnunin yrði „stokkuð upp“. Hrönn sagðist skilja almenning. „Enginn vill sjá dýr í neyð. Við erum líka þar en við getum hins vegar ekki upplýst aðilana, sem senda inn ábendingar, um hvernig málin eru að vinnast af því að sá sem sendir inn ábendingu er ekki aðili að þessu máli. Við megum ekki upplýsa hvað við erum að sjá, hvað við erum að gera eða hvernig við erum að gera það. Og þess vegna upplifir almenningur í raun og veru bara aðgerðir Matvælastofnunar þegar þeim er lokið og það er alltaf okkar „dilemma“. Við getum aldrei varið okkur í þessari umræðu almennings.“ Hrönn sagði þá einnig að rannsóknarskylda hvíli á öllum eftirlitsstofnunum. Það sé til dæmis ekki hægt að fjarlægja dýr af sveitarbæ án þess að rannsókn hafi farið fram. Þá bætti hún við að það sé algengt að ábendingakerfi Matvælastofnunar sé misnotað. „Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að ábendingakerfi Matvælastofnunar er nýtt til þess að reyna að klekkja á fólki. Við sjáum það líka að fólk í nágrannaerjum, fjölskylduerjum og skilnuðum nýtir sér ábendingakerfi Matvælastofnunar til að reyna að klekkja á hinum aðilanum.“
Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Nágrannadeilur Tengdar fréttir Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32 Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. 6. september 2022 16:32
Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30