Innlent

Hand­tekinn grunaður um líkams­á­rás, eigna­spjöll og fjár­svik

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglunnar í nótt og tveir gistu fangageymslur í morgun.
Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglunnar í nótt og tveir gistu fangageymslur í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og handtóku meðal annars mann sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik.

Þá stendur rannsókn yfir á máli þar sem maður leitaði læknisaðstoðar vegna áverka eftir eggvopn.

Einum var vísað úr fjölbýlishúsi vegna ógnandi hegðunar og óláta og þá fór lögregla á vettvang þegar tilkynnt var um mann í vímu sem sagður var trufla starfsemi veitingastaðar.

Ein tilkynning barst um tónlistarhávaða og önnur um ungmenni að neyta áfengis á veitingastað en þau voru farin á brott þegar lögregla kom á staðinn.

Þrír voru handteknir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp.

Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem tilkynnt hafði verið um illa klæddan mann á gangi eftir miðri akbraut í póstnúmerinu 112 en viðkomandi fannst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×