Fjöldi fólks hefur vottað drottningunni virðingu sína í dag, víðs vegar um Bretland og raunar um allan heim.
Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem fanga vel þá sorg sem ríkir í Bretlandi, og víðar, vegna fráfalls drottningarinnar.
















Breska þjóðin syrgir nú Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést síðdegis í dag. Elísabet var þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Breta, og ríkti í rúm 70 ár. Sonur hennar, Karl III Bretakonungur, er tekinn við krúnunni.
Fjöldi fólks hefur vottað drottningunni virðingu sína í dag, víðs vegar um Bretland og raunar um allan heim.
Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem fanga vel þá sorg sem ríkir í Bretlandi, og víðar, vegna fráfalls drottningarinnar.
Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni.
Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi.