Ánægður að fá soninn í liðið: „Vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 23:30 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson eru spenntir fyrir komandi vetri í Olís-deild karla í handbolta. Vísir/Sigurjón Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum í Olís-deildinni í handbolta í vikunni en þar þekkir hann vel til þjálfarans. Karl faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, tók við liðinu fyrir þessa leiktíð og lýst þeim vel á komandi samstarf. „Þetta kom þannig til að þjálfarinn úti sagði mér fyrir þetta tímabil að ég væri ekki alveg í plönunum, það væri ekki pláss,“ sagði Andri Már í samtali við Stöð 2 í dag, en hann var á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu á seinasta tímabili. „Þá fóru þeir líka að spyrja mig hvort ég vildi ekki fara að hugsa mér til hreyfings og finna mér spiltíma. Þegar ég heyri af þessu, að fá að kíkja aðeins heim og fá að spila mikið þá leyst mér best á það.“ Eins og áður segir er Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, þjálfari Hauka og hann segir að strákurinn hafi þroskast mikið sem leikmaður á undanförnum árum. „Já og breikkað og stækkað. Hann hafði greinilega gott að æfa við svona aðstæður þar sem hann hafði tíma bara til að æfa tvisvar á dag og með allt sem til þarf. Við vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur,“ sagði Rúnar um drenginn. Andri segir einnig að á þeim stutta tíma sem hann var úti hafi hann náð sér í gríðarlega reynslu sem hann mun nýta sér til að hjálpa liðinu og koma sér aftur út. „Mjög mikið. Mikla reynslu og þetta er náttúrulega allt annað level þarna úti. Nú er maður líka búinn að sjá deildinni hérna heima og svo úti og hvað maður þarf að gera, hvað maður þarf að æfa mikið og leggja mikið á sig til að spila á þessu toppleveli úti eins og þessir bestu leikmenn í heimi. Það er alltaf stefnan að komast aftur út,“ sagði Andri að lokum, en viðtalið við þá feðga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum Haukar hefja leik í Olís-deild karla á morgun þegar liðið tekur á móti KA klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, ásamt því að hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta kom þannig til að þjálfarinn úti sagði mér fyrir þetta tímabil að ég væri ekki alveg í plönunum, það væri ekki pláss,“ sagði Andri Már í samtali við Stöð 2 í dag, en hann var á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu á seinasta tímabili. „Þá fóru þeir líka að spyrja mig hvort ég vildi ekki fara að hugsa mér til hreyfings og finna mér spiltíma. Þegar ég heyri af þessu, að fá að kíkja aðeins heim og fá að spila mikið þá leyst mér best á það.“ Eins og áður segir er Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, þjálfari Hauka og hann segir að strákurinn hafi þroskast mikið sem leikmaður á undanförnum árum. „Já og breikkað og stækkað. Hann hafði greinilega gott að æfa við svona aðstæður þar sem hann hafði tíma bara til að æfa tvisvar á dag og með allt sem til þarf. Við vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur,“ sagði Rúnar um drenginn. Andri segir einnig að á þeim stutta tíma sem hann var úti hafi hann náð sér í gríðarlega reynslu sem hann mun nýta sér til að hjálpa liðinu og koma sér aftur út. „Mjög mikið. Mikla reynslu og þetta er náttúrulega allt annað level þarna úti. Nú er maður líka búinn að sjá deildinni hérna heima og svo úti og hvað maður þarf að gera, hvað maður þarf að æfa mikið og leggja mikið á sig til að spila á þessu toppleveli úti eins og þessir bestu leikmenn í heimi. Það er alltaf stefnan að komast aftur út,“ sagði Andri að lokum, en viðtalið við þá feðga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum Haukar hefja leik í Olís-deild karla á morgun þegar liðið tekur á móti KA klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, ásamt því að hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira