Töluvert umræða hefur skapast um stöðu íslenskunnar út frá hinum ýmsu sjónarhornum undanfarið. Einn angi þeirrar umræðu snýr að því hvernig íslensk fyrirtæki í miðbænum komi sér á framfæri.
Víða myndast ansi skörp skil í þessum efnum, til dæmis á Austurvelli. Við Austurstræti eru aðeins fyrirtæki sem bera ensk heiti; American Bar, Dirty Burger and Ribs, English Pub og Duck and Rose. Við Pósthússtræti er hins vegar allt önnur saga; bara fyrirtæki með íslensk nöfn; Apótekið, Skuggabaldur og Hótel Borg.
Óttar Kolbeinsson Proppé ákvað að kynna sér hvað fólkinu á gangi í miðbænum finnst um þessi mál. Bæði ferðamönnum og Íslendingum. Það kom í ljós að miðað við úrtakið umræddan dag þá hafa ferðamennirnir sterkari skoðanir á málinu en Íslendingar.
Viðbrögðin má sjá í klippunni.