Í ávarpinu tilkynnti Karl einnig að Vilhjálmur tæki við hertogadæminu í Cornwall og verði þar með hertoginn af Cornwall. Fyrir andlát Elísabetar voru Vilhjálmur og Katrín hertoginn og hertogynjan af Cambridge.
Karl segist í ávarpinu vita að prinsinn og prinsessan af Wales muni nú veita innblástur og vera leiðandi í samskiptum þjóðarinnar og komi málefnum á jaðrinum að og veiti þeim málaflokkum aðstoð.
Konungurinn minntist einnig á son sinn Harry og tengdadóttur Meghan og sagðist senda þeim ást sína „þar sem þau halda áfram að byggja upp líf sitt erlendis.“
Ávarp konungsins í heild sinni má sjá hér að neðan.