Opnuðu Hlöllastað í kyrrþey og koma upp mathöll við Smáralind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2022 07:01 Staðurinn í Öskjuhlíð, við Bústaðaveg, hefur verið opinn frá því í maí. Það er þó ekki komin endanleg mynd á ásýnd hans og reksturinn komst á almennilegt skrið með haustinu. Vísir/Vilhelm Hlöllabátar hafa opnað útibú í Öskjuhlíð við Bústaðaveg, í húsi sem staðið hefur autt um nokkra hríð. Framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. segir ekki hafa farið mikið fyrir opnuninni í maí, en nú sé rekstur staðarins að komast á mikið skrið. Þá stefnir félagið að opnun lítillar Mathallar við Smáralind. „Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik. Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
„Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik.
Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira