Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2022 22:01 Slökkviliðsmenn þurfti að vinna vel saman í dag, nú sem endranær. Vísir/Tryggvi Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi. Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“ Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“
Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46