„Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 18. september 2022 22:41 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið sáttur eftir sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna í kvöld, 94-87. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn