„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 15:30 Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. mynd/Selfoss Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt. Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira