Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 21:18 Giorgia Meloni, líklegasti verðandi forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Franco Origlia Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto. Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira