Guðrún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir Rosengård í dag er liðið styrkti stöðu sína á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Berglind Ágústsdóttir skoraði annað mark Örebro í leiknum, en það dugði ekki til og Rosengård vann öruggan 2-4 sigur.
Guðrún og stöllur eru nú með 54 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu, fimm stigum meira en Kristianstad og Linköping sem sitja jöfn í öðru sæti.
Kristianstad gerði einmitt 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna og tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstad, en Amanda Andradóttir lék allan leikinn fyrir liðið í dag og Emelía Óskarsdóttir kom inn af varamannabekknum.