Valur er í 3. styrkleikaflokki af sex. Alls taka 24 lið þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og skiptast þau í fjóra sex liða riðla.
Sex Íslendingalið, eða lið með íslenska tengingu, verða í pottinum þegar dregið verður í fyrramálið og aðeins eitt þeirra, Motor hjá Úkraínu, þar sem Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, er í sama styrkleikaflokki og Valur.
Tvö Íslendingalið eru í 1. styrkleikaflokki, Skjern frá Danmörku sem Sveinn Jóhannsson leikur með, og Kristján Örn Kristjánsson og félagar í franska liðinu PAUC. Í 2. styrkleikaflokki eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schäffhausen sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með og Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar. Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru í 4. styrkleikaflokki og í þeim sjötta er Alpha Hard frá Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir.
Drátturinn í riðlakeppnina hefst klukkan 09:00 í fyrramálið. Riðlakeppnin hefst svo þriðjudaginn 25. október næstkomandi.
1. styrkleikaflokkur
- Skjern (Danmörk)
- PAUC (Frakkland)
- Benfica (Portúgal)
- Füchse Berlin (Þýskaland)
2. styrkleikaflokkur
- Eurofam Pelister (N-Makedónía)
- Kadetten Schäffhausen (Sviss)
- Ystads (Svíþjóð)
- Granollers (Spánn)
3. styrkleikaflokkur
- Valur (Ísland)
- Tatran Presov (Slóvakía)
- Motor (Úkraína)
- Balatonfüredi (Ungverjaland)
4. styrkleikaflokkur
- Göppingen (Þýskaland)
- Bidasoa (Spánn)
- Sporting (Portúgal)
- Flensburg (Þýskaland)
5. styrkleikaflokkur
- Skanderborg-Århus (Danmörk)
- Benidorm (Spánn)
- Montpellier (Frakkland)
- Nexe (Króatía)
6. styrkleikaflokkur
- ALPLA Hard (Austurríki)
- Ferencváros (Ungverjaland)
- Aguas Santas Milaneza (Portúgal)
- Fejér-B.A.L. Veszprém (Ungverjaland)