Slæm veðurspá á sunnudaginn kallar á þessar breytingar.
Leikur KA og Breiðabliks, sem átti að fara fram á Akureyri á sunnudaginn, fer nú fram á morgun laugardag klukkan 14.00.
Leikur ÍBV og Keflavíkur, sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn, var frestað og fer hann nú fram á mánudaginn klukkan 15.15.
Leikur KR og Vals, sem átti að fara fram á sunnudaginn, fer nú fram á morgun, laugardag, klukkan 14.00.
Eftir stendur að aðeins leikur FH og Leiknis mun fara fram á sunnudaginn en hann hefst klukkan 14.00 í Kaplakrika.
Appelsínugul viðvörun er á Norðurlandi eystra á sunnudaginn og gul viðvörun er á Suðurlandi á sunnudaginn. Það er því full ástæða til að færa leikina af þeim tímum sem veðrið verður sem verst.