„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 15:17 Eigandi Ýmis frá Bakka segist skelfdur eftir að hafa komið að hesti sínum með ör um 15 sentimetra inn í læri sínu. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. Arnar Kjærnested Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu. „Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2: Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
„Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2:
Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00
Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00