Liðin voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar þegar kom að leik dagsins sem var í 25.umferð deildarinnar en alls eru leiknar 30 umferðir í Svíþjóð og leikurinn því gríðarlega mikilvægur í titilbaráttunni.
Lars Larsen náði forystunni fyrir gestina seint í fyrri hálfleik og reyndist það eina mark leiksins.
Valgeiri var skipt af velli á 80.mínútu en leiknum lauk 0-1 fyrir Hacken sem hefur þar með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimm umferðum er ólokið.