„Bréf til Láru“ Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2022 11:31 Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Barnavernd Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra. Á undanförnum árum hafa fjöldi foreldra og ættingja barna leitað til Afstöðu sem hefur yfir að ráða víðtækri reynslu af fjölskyldumálum og málefnum barna almennt. Verkefni félagsins varða í grunnin þá borgara sem sæta augljósustu frávikum frá mannréttindaákvæðum stjórnarskrá Íslands en að baki búa sömu sjónarmið og eiga við um aðrar mannréttinda skerðingar. Þar af leiðandi hafa verkefni lögfræðisviðs Afstöðu þanist út í aðra málaflokka sem lúta sömu lögmálum. Reynslan sýnir að sami vandi virðist steðja að flestum minnihlutahópum þessa útlistfagra lands sem Jónas Hallgrímsson lýsti með svo stórfengjum hætti. Lýsingar Þórbergs Þórðarsonar í „Bréfi til Láru“ eru þó mun nærri sannleikanum. Vandinn minnihlutahópa felst í því að Alþingi skilar skylduákvæði stjórnarskrárinnar sem heimildarákvæðum út í löggjöfina. Heimildarákvæðin leiða svo til þess að ráðuneyti og stofnanir ruglast í ríminu og halda að þeim hafi verið veittar heimildir til að setja leikreglur sem snúa mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar á hvolf. Börn eru ósjálfbjarga og eru háð umhverfi sínu. Þeim til bjargar er mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem hefur nú þá stöðu að vera öllum öðrum mannréttindum æðri. En það er ekki svo í raun. Vernd og velferð íslenskra barna hefur fallið í miðjan vítahring hryllingsmyndar sem ómálefnalegur kækur Alþingis hefur skapað. Staðan er þannig. Barnaverndarnefndir heyra undir sveitarfélög sem skipar þær með pólitískum hætti. Þar situr fólk sem hefur oft enga sértaka reynslu eða þekkingu er viðkemur réttindum barna. Þetta fólk kann þó að hafa það sér til ágætis að eiga vingott við ráðamenn sveitarfélaga. Starfsmenn barnaverndar eru fulltrúar nefndanna og starfa á þeirra ábyrgð. Alþingi hefur sett barnaverndarnefndum sérstök barnaverndarlög sem ætlað er að tryggja vernd og velferð barna sem stjórnarskráin krefst. Í lögunum eru strangar og ófrávíkjanlegar reglur um atriði sem verður að framkvæma áður en ákvörðun er tekin um líf og framtíð barns. Hver einasti stafur í lögunum skal skýrður börnum í hag. En það er enginn til að tryggja þetta og upp eftir kerfinu raðast aðilar innan lokaðs hrings sem ekki opnast fyrr en mál fer til dómstóla. Og þá er skaðinn skeður. Barnaverndarnefndir fara með úrskurðarvald um eigin verk. Þær taka ákvarðanir á sérstökum fundum um atvik sem nefndin vann sjálf og ber ábyrgð á. Hún er sem sé dómari í eigin máli. Samkvæmt lögum, skýrðum samkvæmt réttindum barns, getur barnaverndarnefnd aðeins úrskurðað í samræmi við barnaverndarlög og því er hún líklega vanhæf þegar barnaverndarlögum hefur ekki verið fylgt. En það er enginn til að passa upp á og þetta vegna skiptir akkúrat engu máli hvað fulltrúar barnaverndarnefnda hafa gert eða ekki gert. Málin eru afgreidd eins og þeim hentar og í mörgum tilvikum eru jafnvel hegningarlagabrot barnaverndarnefnda falin. Frá árinu 2010 hafa á annað hundrað barnaverndarmál komið á borð Afstöðu. Í ótrúlegum fjölda mála hafa málsmeðferðarreglur barnaverndarlaga verið brotnar. Og í seinni tíð hafa dómarar þurft að víkja barnaverndarlögunum og vangaveltum barnaverndarnefnda alfarið til hliðar og dæmt mál eingöngu á grundvelli stjórnarskrár ákvæðisins. Nú er ætlunin að breyta skipan barnaverndarmála og leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Því hefur verið frestað til næstu áramóta en hver veit? Höfundur er formaður Afstöðu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun