Síðustu vikurnar hafa fulltrúar hinna fjögurra flokka á hægri vængnum – Moderaterna, Svíþjóðardemókrata, Kristlegir demókrata og Frjálslyndra – átt í viðræðum um myndun nýrra ríkisstjórnar undir forystu Kristersson.
Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra.
Kristersson gekk á fund Norléns í morgun þar sem hann tilkynnti honum að viðræðum miðaði vel, en að samkomulag væri ekki enn í höfn. Tilkynnti Norlén, sem er samflokksmaður Kristersson, að Kristersson fengi tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn.
Takist það mun Norlén formlega tilnefna Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun þingið svo greiða atkvæði um tillöguna. „Við erum sammála í stóru málaflokkunum. Við erum sammála um hvert skuli stefna og að gera gagn fyrir Svíþjóð,“ sagði Kristersson.
Svíþjóðardemókratar varð næststærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Sem stærsti flokkurinn á hægri vængnum hafa Svíþjóðardemókratar krafist þess að eiga sæti í sjálfri ríkisstjórninni eða þá hafa mikil áhrif á stefnu nýrrar stjórnar sem stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar.
Svíþjóðardemókratar leggja sérstaka áherslu á að herða verulega stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda.