Má ég vera feitur? Sveinn Waage skrifar 12. október 2022 12:31 Ef það er einhver aðkallandi umræða sem erfitt reynist að tækla þá er það slagurinn um offituna. Ég hef barist sjálfur við ofþyngd meginhluta fullorðinsáranna. Og baráttan er enn í dag. Náði býsna langt upp í þyngd rétt eftir aldamótin, en hef síðan þrammað á línu yfirþyngdar og offitu samkvæmt BMI. Reyndar hefur árans BMI stuðullinn undanfarin ár sett mig við dauðans dyr jafnvel í gallabuxum 36 í mittið. BMI er jú ekki allra. En hvað sem því líður er ófrávíkjanleg staðreynd að líkamleg og andleg heilsa mín líka batnar og versnað eftir því magni af aukakílóum sem ég burðast með allan daginn. Ef þau eru 20 þá eru það 10 mjólkurfernur í hvorri hendi allan daginn, alltaf. Þá er bakið í drasli, hné og mjaðmir að kvarta, úthaldið ekkert, svefninn í tjóni og HVERNIG getur þá andlega hliðin verið sterk.? Sleppum útlitinu í þessu því það er afstætt. Þéttur Sveinn og léttur Sveinn kann að höfða mismunandi til fólks. En munurinn á þéttum og léttum heilsufarslega er sláandi mikill. Geri því ráð fyrir að sá léttari sé vinsælli hjá mínum nánustu. Það virðist engu máli skipta hversu ókleift fjall staðreynda um skaðsemi offitu verður, „aðgát skal höfð“ með tilheyrandi ákúrum á sendiboðana toppar fjallið nánast alltaf. „Orð hans/hennar eru uppfull af fordómum, fáfræði og fyrirlitningu“ er gusan sem allflestir aðilar lærðir sem ólærðir fá yfir sig. Við þurfum varla að tiltaka dæmi hér. Pavlov hefði lagt frá sér bjölluna og hundana í rannsóknum sínum á klassískri skilyrðingu ef hann hefði upplifað hvernig umræða um offitu triggerar sömu viðbrögðin hjá sama fólkinu. Ding Dong og hundurinn slefar. Ding Dong og þú ert fáfróður og fyrirlítur feita. Offitufaraldurinn er að reynast okkur sá erfiðasti og dýrasti á þessari öld (að Covid meðtöldu) En sigrar sannleikurinn og vísindin ekki alltaf að lokum? Ekki ef við skoðum stöðu trúarbragða í heiminum? Hringavitleysan í 2000 útgáfum sem stenst enga skoðun, staðreyndir og vísindi heldur áfram að plaga heimsbyggðina og hamla framförum, mannréttindum og sér í lagi kvenréttindum. Það er bara að gerast akkúrat núna. Við höfum því fordæmi í fortíð og nútíð, hvernig staðreyndir meiga sín lítils gagnvart sterkum tilfinningum og hugarfari. Er offitan ekki einmitt soldið þannig í raun? Tilfinningar sem trompa staðreyndir? Alveg eins og klerkarnir í Íran, Talibanar í Afganinstan og Kaþólska kirkjan eru og verða dæmd af sögunni fyrir að verja hræðilegan málstað, eymd og hörmungar, þá má velta fyrir sér hver er ábyrgð þeirra sem tala niður raunverulega hættu offitu? Raunverulegar mannlegar hörmungar. Eins og sann-kristni fornleifafræðingurinn sem fann spítu í fjallshlíð kallar upp “sko örkin hans Nóa var víst til” kallar annar álíka sannfærandi; “en grannt fólk verður líka veikt” En já BMI er gallaður kvarði en að meðaltali og sem endurtekin viðmið virkar hann til að sýna ógnvænlega þróun án hlutdrægni og tilfinninga. Og þróunin er einmitt ógnvænleg. Getum við rætt þennan alvarlega vágest af þeirri alvöru sem hann á skilið? Einn af mínum uppáhalds grínistum Ralphie May var meistari í að brjóta niður veggi fordóma og kynþáttahaturs með snilli sinni og víðsýni. Hann dó úr offitu 45 ára árið 2017. Þvílík sóun á hæfileikum. Aðrir frábærir listamenn í mikilli ofþyngd hafa annað hvort náð þyngdinni niður og heilsunni um leið eða dáið langt fyrir aldur fram. Og auðvitað allt venjulegt fólk líka, ekki misskilja. Og AUÐVITAÐ eiga allir að fá að vera alls konar, í útliti, kynhneigð nefndu það. Fordómar eru ömurlegir punktur, hvort sem það er gegn öðrum kynþáttum, kynjum eða feitum. Allt ömurlegt. En, gæti verið ráð að aðskilja líkams-vanvirðingu annars vegar í umræðunni um offitu og læknisfræðilegar staðreyndir hins vegar? Við bara verðum, og vil ég hrósa því heilbrigðisstarfsfólki sem þorir að stíga fram opinberlega og segja sannleikann, þrátt fyrir hættuna að fá fordóma- og/eða gerendastimpil á sig um leið. Má ég vera feitur? Já, auðvitað en ekki ef ég vil lifa lífinu heilbrigðari, líða betur á sál og líkama. Svarið fyrir mig og mína nánustu er því nei. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari í þungavikt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef það er einhver aðkallandi umræða sem erfitt reynist að tækla þá er það slagurinn um offituna. Ég hef barist sjálfur við ofþyngd meginhluta fullorðinsáranna. Og baráttan er enn í dag. Náði býsna langt upp í þyngd rétt eftir aldamótin, en hef síðan þrammað á línu yfirþyngdar og offitu samkvæmt BMI. Reyndar hefur árans BMI stuðullinn undanfarin ár sett mig við dauðans dyr jafnvel í gallabuxum 36 í mittið. BMI er jú ekki allra. En hvað sem því líður er ófrávíkjanleg staðreynd að líkamleg og andleg heilsa mín líka batnar og versnað eftir því magni af aukakílóum sem ég burðast með allan daginn. Ef þau eru 20 þá eru það 10 mjólkurfernur í hvorri hendi allan daginn, alltaf. Þá er bakið í drasli, hné og mjaðmir að kvarta, úthaldið ekkert, svefninn í tjóni og HVERNIG getur þá andlega hliðin verið sterk.? Sleppum útlitinu í þessu því það er afstætt. Þéttur Sveinn og léttur Sveinn kann að höfða mismunandi til fólks. En munurinn á þéttum og léttum heilsufarslega er sláandi mikill. Geri því ráð fyrir að sá léttari sé vinsælli hjá mínum nánustu. Það virðist engu máli skipta hversu ókleift fjall staðreynda um skaðsemi offitu verður, „aðgát skal höfð“ með tilheyrandi ákúrum á sendiboðana toppar fjallið nánast alltaf. „Orð hans/hennar eru uppfull af fordómum, fáfræði og fyrirlitningu“ er gusan sem allflestir aðilar lærðir sem ólærðir fá yfir sig. Við þurfum varla að tiltaka dæmi hér. Pavlov hefði lagt frá sér bjölluna og hundana í rannsóknum sínum á klassískri skilyrðingu ef hann hefði upplifað hvernig umræða um offitu triggerar sömu viðbrögðin hjá sama fólkinu. Ding Dong og hundurinn slefar. Ding Dong og þú ert fáfróður og fyrirlítur feita. Offitufaraldurinn er að reynast okkur sá erfiðasti og dýrasti á þessari öld (að Covid meðtöldu) En sigrar sannleikurinn og vísindin ekki alltaf að lokum? Ekki ef við skoðum stöðu trúarbragða í heiminum? Hringavitleysan í 2000 útgáfum sem stenst enga skoðun, staðreyndir og vísindi heldur áfram að plaga heimsbyggðina og hamla framförum, mannréttindum og sér í lagi kvenréttindum. Það er bara að gerast akkúrat núna. Við höfum því fordæmi í fortíð og nútíð, hvernig staðreyndir meiga sín lítils gagnvart sterkum tilfinningum og hugarfari. Er offitan ekki einmitt soldið þannig í raun? Tilfinningar sem trompa staðreyndir? Alveg eins og klerkarnir í Íran, Talibanar í Afganinstan og Kaþólska kirkjan eru og verða dæmd af sögunni fyrir að verja hræðilegan málstað, eymd og hörmungar, þá má velta fyrir sér hver er ábyrgð þeirra sem tala niður raunverulega hættu offitu? Raunverulegar mannlegar hörmungar. Eins og sann-kristni fornleifafræðingurinn sem fann spítu í fjallshlíð kallar upp “sko örkin hans Nóa var víst til” kallar annar álíka sannfærandi; “en grannt fólk verður líka veikt” En já BMI er gallaður kvarði en að meðaltali og sem endurtekin viðmið virkar hann til að sýna ógnvænlega þróun án hlutdrægni og tilfinninga. Og þróunin er einmitt ógnvænleg. Getum við rætt þennan alvarlega vágest af þeirri alvöru sem hann á skilið? Einn af mínum uppáhalds grínistum Ralphie May var meistari í að brjóta niður veggi fordóma og kynþáttahaturs með snilli sinni og víðsýni. Hann dó úr offitu 45 ára árið 2017. Þvílík sóun á hæfileikum. Aðrir frábærir listamenn í mikilli ofþyngd hafa annað hvort náð þyngdinni niður og heilsunni um leið eða dáið langt fyrir aldur fram. Og auðvitað allt venjulegt fólk líka, ekki misskilja. Og AUÐVITAÐ eiga allir að fá að vera alls konar, í útliti, kynhneigð nefndu það. Fordómar eru ömurlegir punktur, hvort sem það er gegn öðrum kynþáttum, kynjum eða feitum. Allt ömurlegt. En, gæti verið ráð að aðskilja líkams-vanvirðingu annars vegar í umræðunni um offitu og læknisfræðilegar staðreyndir hins vegar? Við bara verðum, og vil ég hrósa því heilbrigðisstarfsfólki sem þorir að stíga fram opinberlega og segja sannleikann, þrátt fyrir hættuna að fá fordóma- og/eða gerendastimpil á sig um leið. Má ég vera feitur? Já, auðvitað en ekki ef ég vil lifa lífinu heilbrigðari, líða betur á sál og líkama. Svarið fyrir mig og mína nánustu er því nei. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari í þungavikt.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun