Vatnsyfirborð í Gígjukvísl hækkað um rúma þrjátíu sentimetra Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 08:30 Reiknað er með að hlaupið nái hámarki í Gígjukvísl síðar í dag. Myndin er tekin þegar flogið var yfir Grímsvötn í lok síðasta árs. Vísir/RAX Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað um 30 til 35 sentimetra vegna hlaupsins úr Grímsvötnum en reiknað er með að rennslið nái hámarki síðar í dag. Íshellan hefur sigið um ellefu metra samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rennslið í Gígjukvísl hafi hækkað jafnt og þétt frá því síðdegis í gær. „Við eigum nú ekki endilega von á að það muni hækka mikið meira. Við reiknum með að það nái hámarki síðar í dag, en við verðum bara að sjá til hvernig málin þróast,“ segir Bjarki. Mannvirki eru ekki talin vera í hættu þar sem um lítið hlaup er að ræða. Hann segir að haldinn verði stöðufundur hjá Veðurstofunni vegna málsins klukkan níu og að vatnamælingamaður frá Veðurstofunni verði svo sendur austur síðar í dag. Hann segir að ekki sé neinn gosórói í Grímsvötnum, en að þó mælist svokallaður hlaupórói. Fáir skjálftar hafa mælist og þá mælist ekkert gas á svæðinu. Fyrir hlaup var vatnsstaða lág í Grímsvötnum og því er von á litlu hlaupi, um fimm hundruð rúmmetrar á sekúndu, eða tæplega fimmtungi á við síðasta hlaup í desember á síðasta ári. Talið sé að ef vötnin tæmist alveg geti íshellan sigið um tíu til fimmtán metra í heildina, en Bjarki segir að Grímsvötn séu nú þegar á góðri leið með að tæmast þar sem íshellan hafi nú þegar lækkað um ellefu metra. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rennslið í Gígjukvísl hafi hækkað jafnt og þétt frá því síðdegis í gær. „Við eigum nú ekki endilega von á að það muni hækka mikið meira. Við reiknum með að það nái hámarki síðar í dag, en við verðum bara að sjá til hvernig málin þróast,“ segir Bjarki. Mannvirki eru ekki talin vera í hættu þar sem um lítið hlaup er að ræða. Hann segir að haldinn verði stöðufundur hjá Veðurstofunni vegna málsins klukkan níu og að vatnamælingamaður frá Veðurstofunni verði svo sendur austur síðar í dag. Hann segir að ekki sé neinn gosórói í Grímsvötnum, en að þó mælist svokallaður hlaupórói. Fáir skjálftar hafa mælist og þá mælist ekkert gas á svæðinu. Fyrir hlaup var vatnsstaða lág í Grímsvötnum og því er von á litlu hlaupi, um fimm hundruð rúmmetrar á sekúndu, eða tæplega fimmtungi á við síðasta hlaup í desember á síðasta ári. Talið sé að ef vötnin tæmist alveg geti íshellan sigið um tíu til fimmtán metra í heildina, en Bjarki segir að Grímsvötn séu nú þegar á góðri leið með að tæmast þar sem íshellan hafi nú þegar lækkað um ellefu metra.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51