Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2022 10:01 HM-draumur Íslands dó endanlega í Pacos de Ferreira á þriðjudaginn. vísir/vilhelm Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu. Ísland er þekkt stærð í kvennafótbolta og hefur verið það í að verða tvo áratugi. Og það er búið að finna uppskrift sem virkar, upp að vissu marki. Íslendingar hafa komist á fjögur síðustu Evrópumót en bara unnið einn af þrettán leikjum sínum þar. Ísland rústar yfirleitt slökum og meðalgóðum liðum en þegar í stóru leikina kemur gerist frekar lítið. Taugaveiklunin tekur völdin, íslenska liðið tekur ekki frumkvæði og virðist stundum bara bíða og vona það besta. Og þær vonir hafa brostið í síðustu leikjum. Það er alltaf erfitt að spila við íslenska liðið. Það er harðduglegt, ósérhlífið, eljusamt, skipulagt og fórnfúst. Þú horfir aldrei á leik með því og finnst það ekki gefa allt sem það á og meira til í leikinn. Með öðrum orðum sýnir það hið klassíska íslenska hugarfar. En það er spurning hvort þetta hugarfar haldi ekki líka aftur af liðinu. Íslenska landsliðið hefur unnið sautján af 25 leikjum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.vísir/vilhelm Þegar Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu í árslok 2020 talaði hann um að hann vildi þróa leik íslenska liðsins; halda boltanum betur gegn sterkum liðum, þora að stjórna leikjum, spila út úr pressu andstæðinganna og vera framar á vellinum. Það hefur ekki gengið eftir. Í stórum leikjum er boltinn enn óvinur íslenska liðsins og jafnvel þótt það sé ekki uppleggið fer það alltaf í skotgrafirnar, eins og af gömlum vana. Íslenska hugarfarið, þar sem áherslan er frekar lögð á líkamlega og andlega eiginleika frekar en tæknilega, er enn ráðandi. Það er gott og gilt og er það sem hefur komið íslenskum leikmönnum og landsliðinu ákveðið langt en meira þarf til að ná markmiðum þess, að komast í útsláttarkeppni EM og á HM. Í sömu hjólförunum frá EM Það var erfitt að vera brjálaður út í íslenska liðið eftir EM enda tapaði það ekki leik og var hársbreidd frá því að komast í átta liða úrslit. En takmarkanir þess komu samt vel í ljós á Englandi. Aðeins þrjú lið voru minna með boltann en Ísland á EM (42,3 prósent) og ekkert lið var með lægra hlutfall heppnaðra sendinga (68,7 prósent). Og þetta hefur ekki lagast síðan þá. Íslendingar fóru taplausir heim af EM.vísir/vilhelm Í síðasta mánuði mætti Ísland Hollandi ytra í lokaleik riðilsins í undankeppni HM. Í leiknum í Utrecht var Ísland 33 prósent með boltann og aðeins 69,5 prósent sendinganna rötuðu á samherja. Tapið var ógeðslega beiskt en ef ekki hefði verið fyrir marksúlurnar og frábæra Söndru Sigurðardóttur hefði leikurinn verið búinn í hálfleik. Samkvæmt tölfræðinni hefði Holland átt að skora 3,39 mörk í leiknum en Ísland aðeins 0,16. Holland átti 25 skot, þar af tíu á markið, á meðan eitt af þremur skotum Íslands í leiknum fór á markið. Allt í góðu, Ísland var aldrei að fara að stýra leik gegn einu besta liði heims á þeirra eigin heimavelli, sérstaklega þar sem okkar konum dugði jafntefli til að komast á HM, en full mikið traust var lagt á lukkudísirnar. Öryggið á oddinum Ísland fékk annað tækifæri til að komast á HM, í úrslitaleik gegn Portúgal á þeirra heimavelli á þriðjudaginn. Öll sviðsmynd leiksins og tölfræði hans markast af rauða spjaldinu sem Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk í upphafi seinni hálfleiks. En fram að því, meðan það var jafnt í liðum og á stigatöflunni, gekk Íslandi illa að halda boltanum og byggja upp spil. Augnablikið örlagaríka þegar Stéphanie Frappart rak Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur af velli.vísir/vilhelm Íslendingar sköpuðu sér samt góð færi á 120 mínútum og vænt mörk (xG) þeirra í leiknum voru 2,25. Þau voru 4,78 hjá Portúgölum en þar vegur vítaspyrnan og dauðafærin sem þeir fengu undir lokin gegn bensínlausum Íslendingum þungt. Auðveldast og þægilegast er að skella skuldinni á Frappart dómara enda var hún ömurleg í leiknum. En ellefu gegn ellefu spilaði íslenska liðið ekki vel, var varfærið úr hófi fram og hélt boltanum illa. Eftir rauða spjaldið, snemma í síðari hálfleik, hristu Íslendingar hlekkina af sér, komu úr skotgröfunum og jöfnuðu. En eftir að stelpurnar okkar lentu aftur undir í upphafi framlengingarinnar var róðurinn þungur og á endanum fjaraði HM-draumurinn út. Formúlunni fórnað Vissulega saknaði Ísland Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum gegn Hollandi og Portúgal. Hún er algjör lykilmaður í liðinu og með eiginleika sem aðrir leikmenn þess búa ekki yfir. En hún var með á EM og þá var spilamennskan svipuð. Þorsteinn virtist hafa fundið góða blöndu inni á miðjunni meðan Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarverandi með þær Karólínu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur ekki leikið með landsliðinu síðan á EM vegna meiðsla.vísir/vilhelm En þegar á EM var komið var Karólína færð út á kant til að rýma til fyrir Söru. Það var mjög skiljanleg ákvörðun að setja bestu fótboltakonu Íslands frá upphafi í byrjunarliðið en hvort hún var rétt er annað mál. Liðið varð allavega ekki betra eftir þessar breytingar. Miðjan með Gunnhildi, Söru og Dagnýju, sem spilaði fyrstu tvo leikina á EM, var full einhæf. Karólína kom inn á miðjuna fyrir lokaleikinn í riðlakeppninni og þá kom betri bragur á íslenska liðið. Það hafði vissulega heppnina með sér í nokkrum tilfellum en spilaði heilt yfir vel og Sara átti sérstaklega góðan leik. Ekkert svartnætti Svo það sé sagt aftur er ekki eins og staðan sé biksvört. Langt því frá. Það er ekki slæmt að vera með eitt af tuttugu bestu liðum heims, áskrifandi að sæti á EM og vinna fleiri leiki en liðið tapar. Og að tæplega fjögur hundruð þúsund manna þjóð eigi lið í þessum gæðaflokki er langt frá því að vera sjálfgefið. En það má ekki sofna á verðinum. Eins og Guðjón Þórðarson sagði í ræðunni frægu fyrir leik Everton og KR er hægt að fara fram á mikið og krefjast mikils. Og íslenska liðið getur betur. Það á að geta spilað meiri fótbolta, verið hugaðra og tekið meira frumkvæði. Blandað þessu við hina klassísku íslensku eiginleika sem hafa skilað liðinu á þann stað sem það er á. Og það ætti að auka líkurnar á að taka næsta skref. Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.vísir/vilhelm Við eigum leikmenn í nokkrum af bestu liðum Evrópu, einn best spilandi, og bara einn besta, miðvörð heims í Glódísi Perlu Viggósdóttur, framtíðar stórstjörnur í Karólínu og Sveindísi og fjölmarga reynda og áreiðanlega leikmenn sem eru að spila á háu getustigi. Næsta skrefið Ísland verður aldrei eins og Spánn, nema einhver ódýr samheitaútgáfa. Við verðum aldrei lið sem er með varnarlínuna á miðjunni í öllum leikjum, spilum þríhyrninga inni í eigin vítateig og leysum upp pressu andstæðinga eins og illa prjónaða peysu. En það á að vera hægt að vingast betur við boltann og halda honum betur. Eins og Þorsteinn lagði upp með þegar hann tók við liðinu. Uppgangur í kvennafótboltanum er hraður og Portúgal gott dæmi um það. Við erum komin langt en getum komist enn lengra. Og þurfum að gera það. Annars munum við aldrei stíga skrefið langþráða og tryggja okkur farseðilinn á HM. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Utan vallar Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Ísland er þekkt stærð í kvennafótbolta og hefur verið það í að verða tvo áratugi. Og það er búið að finna uppskrift sem virkar, upp að vissu marki. Íslendingar hafa komist á fjögur síðustu Evrópumót en bara unnið einn af þrettán leikjum sínum þar. Ísland rústar yfirleitt slökum og meðalgóðum liðum en þegar í stóru leikina kemur gerist frekar lítið. Taugaveiklunin tekur völdin, íslenska liðið tekur ekki frumkvæði og virðist stundum bara bíða og vona það besta. Og þær vonir hafa brostið í síðustu leikjum. Það er alltaf erfitt að spila við íslenska liðið. Það er harðduglegt, ósérhlífið, eljusamt, skipulagt og fórnfúst. Þú horfir aldrei á leik með því og finnst það ekki gefa allt sem það á og meira til í leikinn. Með öðrum orðum sýnir það hið klassíska íslenska hugarfar. En það er spurning hvort þetta hugarfar haldi ekki líka aftur af liðinu. Íslenska landsliðið hefur unnið sautján af 25 leikjum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.vísir/vilhelm Þegar Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu í árslok 2020 talaði hann um að hann vildi þróa leik íslenska liðsins; halda boltanum betur gegn sterkum liðum, þora að stjórna leikjum, spila út úr pressu andstæðinganna og vera framar á vellinum. Það hefur ekki gengið eftir. Í stórum leikjum er boltinn enn óvinur íslenska liðsins og jafnvel þótt það sé ekki uppleggið fer það alltaf í skotgrafirnar, eins og af gömlum vana. Íslenska hugarfarið, þar sem áherslan er frekar lögð á líkamlega og andlega eiginleika frekar en tæknilega, er enn ráðandi. Það er gott og gilt og er það sem hefur komið íslenskum leikmönnum og landsliðinu ákveðið langt en meira þarf til að ná markmiðum þess, að komast í útsláttarkeppni EM og á HM. Í sömu hjólförunum frá EM Það var erfitt að vera brjálaður út í íslenska liðið eftir EM enda tapaði það ekki leik og var hársbreidd frá því að komast í átta liða úrslit. En takmarkanir þess komu samt vel í ljós á Englandi. Aðeins þrjú lið voru minna með boltann en Ísland á EM (42,3 prósent) og ekkert lið var með lægra hlutfall heppnaðra sendinga (68,7 prósent). Og þetta hefur ekki lagast síðan þá. Íslendingar fóru taplausir heim af EM.vísir/vilhelm Í síðasta mánuði mætti Ísland Hollandi ytra í lokaleik riðilsins í undankeppni HM. Í leiknum í Utrecht var Ísland 33 prósent með boltann og aðeins 69,5 prósent sendinganna rötuðu á samherja. Tapið var ógeðslega beiskt en ef ekki hefði verið fyrir marksúlurnar og frábæra Söndru Sigurðardóttur hefði leikurinn verið búinn í hálfleik. Samkvæmt tölfræðinni hefði Holland átt að skora 3,39 mörk í leiknum en Ísland aðeins 0,16. Holland átti 25 skot, þar af tíu á markið, á meðan eitt af þremur skotum Íslands í leiknum fór á markið. Allt í góðu, Ísland var aldrei að fara að stýra leik gegn einu besta liði heims á þeirra eigin heimavelli, sérstaklega þar sem okkar konum dugði jafntefli til að komast á HM, en full mikið traust var lagt á lukkudísirnar. Öryggið á oddinum Ísland fékk annað tækifæri til að komast á HM, í úrslitaleik gegn Portúgal á þeirra heimavelli á þriðjudaginn. Öll sviðsmynd leiksins og tölfræði hans markast af rauða spjaldinu sem Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk í upphafi seinni hálfleiks. En fram að því, meðan það var jafnt í liðum og á stigatöflunni, gekk Íslandi illa að halda boltanum og byggja upp spil. Augnablikið örlagaríka þegar Stéphanie Frappart rak Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur af velli.vísir/vilhelm Íslendingar sköpuðu sér samt góð færi á 120 mínútum og vænt mörk (xG) þeirra í leiknum voru 2,25. Þau voru 4,78 hjá Portúgölum en þar vegur vítaspyrnan og dauðafærin sem þeir fengu undir lokin gegn bensínlausum Íslendingum þungt. Auðveldast og þægilegast er að skella skuldinni á Frappart dómara enda var hún ömurleg í leiknum. En ellefu gegn ellefu spilaði íslenska liðið ekki vel, var varfærið úr hófi fram og hélt boltanum illa. Eftir rauða spjaldið, snemma í síðari hálfleik, hristu Íslendingar hlekkina af sér, komu úr skotgröfunum og jöfnuðu. En eftir að stelpurnar okkar lentu aftur undir í upphafi framlengingarinnar var róðurinn þungur og á endanum fjaraði HM-draumurinn út. Formúlunni fórnað Vissulega saknaði Ísland Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum gegn Hollandi og Portúgal. Hún er algjör lykilmaður í liðinu og með eiginleika sem aðrir leikmenn þess búa ekki yfir. En hún var með á EM og þá var spilamennskan svipuð. Þorsteinn virtist hafa fundið góða blöndu inni á miðjunni meðan Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarverandi með þær Karólínu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur ekki leikið með landsliðinu síðan á EM vegna meiðsla.vísir/vilhelm En þegar á EM var komið var Karólína færð út á kant til að rýma til fyrir Söru. Það var mjög skiljanleg ákvörðun að setja bestu fótboltakonu Íslands frá upphafi í byrjunarliðið en hvort hún var rétt er annað mál. Liðið varð allavega ekki betra eftir þessar breytingar. Miðjan með Gunnhildi, Söru og Dagnýju, sem spilaði fyrstu tvo leikina á EM, var full einhæf. Karólína kom inn á miðjuna fyrir lokaleikinn í riðlakeppninni og þá kom betri bragur á íslenska liðið. Það hafði vissulega heppnina með sér í nokkrum tilfellum en spilaði heilt yfir vel og Sara átti sérstaklega góðan leik. Ekkert svartnætti Svo það sé sagt aftur er ekki eins og staðan sé biksvört. Langt því frá. Það er ekki slæmt að vera með eitt af tuttugu bestu liðum heims, áskrifandi að sæti á EM og vinna fleiri leiki en liðið tapar. Og að tæplega fjögur hundruð þúsund manna þjóð eigi lið í þessum gæðaflokki er langt frá því að vera sjálfgefið. En það má ekki sofna á verðinum. Eins og Guðjón Þórðarson sagði í ræðunni frægu fyrir leik Everton og KR er hægt að fara fram á mikið og krefjast mikils. Og íslenska liðið getur betur. Það á að geta spilað meiri fótbolta, verið hugaðra og tekið meira frumkvæði. Blandað þessu við hina klassísku íslensku eiginleika sem hafa skilað liðinu á þann stað sem það er á. Og það ætti að auka líkurnar á að taka næsta skref. Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.vísir/vilhelm Við eigum leikmenn í nokkrum af bestu liðum Evrópu, einn best spilandi, og bara einn besta, miðvörð heims í Glódísi Perlu Viggósdóttur, framtíðar stórstjörnur í Karólínu og Sveindísi og fjölmarga reynda og áreiðanlega leikmenn sem eru að spila á háu getustigi. Næsta skrefið Ísland verður aldrei eins og Spánn, nema einhver ódýr samheitaútgáfa. Við verðum aldrei lið sem er með varnarlínuna á miðjunni í öllum leikjum, spilum þríhyrninga inni í eigin vítateig og leysum upp pressu andstæðinga eins og illa prjónaða peysu. En það á að vera hægt að vingast betur við boltann og halda honum betur. Eins og Þorsteinn lagði upp með þegar hann tók við liðinu. Uppgangur í kvennafótboltanum er hraður og Portúgal gott dæmi um það. Við erum komin langt en getum komist enn lengra. Og þurfum að gera það. Annars munum við aldrei stíga skrefið langþráða og tryggja okkur farseðilinn á HM.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Utan vallar Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira