De Jong ósáttur hjá Barcelona | Liverpool hefur áhuga Atli Arason skrifar 16. október 2022 14:00 Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona. EPA-EFE/Alejandro Garcia Hollendingurinn Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, er sagður óánægður með stöðu sína hjá Barcelona og farinn að íhuga að brottför frá félaginu. Leikmaðurinn var helsta umræðuefnið í félagaskiptaglugganum í sumar en lengi var talið að hann myndi fara til Manchester United. Barcelona og Manchester United náðu samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en De Jong vildi sjálfur ekki yfirgefa Barcelona. Nú er hins vegar staðan önnur og Liverpool hefur blandað sér í kapphlaupið um De Jong miðað við nýjustu tíðindi frá Englandi. Liverpool hefur verið að leita sér að nýjum miðjumanni undanfarið. Félagið var á eftir Aurelien Tchouameni í sumar sem á endanum valdi Real Madrid fram yfir Liverpool. Þá sótti félagið Arthur Melo á lánssamningi frá Juventus á lokadegi félagaskiptagluggans en Arthur meiddist skömmu síðar og verður frá keppni í allt að fjóra mánuði. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þó enn þá áhuga á leikmanninum þrátt fyrir að hann neitaði United í sumar. Það gæti því stefnt í áhugaverða baráttu Liverpool og Manchester United um undirskrift De Jong í janúar. Ósáttur með framkomu Barcelona Barcelona vildi losna við De Jong í félagaskiptaglugganum í sumar en De Jong hefur greint frá því að bæði knattspyrnustjóri liðsins, Xavi, og forseti félagsins, Joan Laporta, þrýstu á hann að yfirgefa félagið. Á þessu tímabili hefur De Jong oftar en ekki þurft að sætta sig við að koma inn af varamannabekk Barcelona og það angrar Hollendinginn að fá ekki að taka þátt í mikilvægum leikjum félagsins. Frenkie de Jong er hins vegar í byrjunarliði Barcelona sem mætir Real Madrid í stærsta leik Spánar. Leikurinn hefst klukkan 14.15. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sjá meira
Leikmaðurinn var helsta umræðuefnið í félagaskiptaglugganum í sumar en lengi var talið að hann myndi fara til Manchester United. Barcelona og Manchester United náðu samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en De Jong vildi sjálfur ekki yfirgefa Barcelona. Nú er hins vegar staðan önnur og Liverpool hefur blandað sér í kapphlaupið um De Jong miðað við nýjustu tíðindi frá Englandi. Liverpool hefur verið að leita sér að nýjum miðjumanni undanfarið. Félagið var á eftir Aurelien Tchouameni í sumar sem á endanum valdi Real Madrid fram yfir Liverpool. Þá sótti félagið Arthur Melo á lánssamningi frá Juventus á lokadegi félagaskiptagluggans en Arthur meiddist skömmu síðar og verður frá keppni í allt að fjóra mánuði. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þó enn þá áhuga á leikmanninum þrátt fyrir að hann neitaði United í sumar. Það gæti því stefnt í áhugaverða baráttu Liverpool og Manchester United um undirskrift De Jong í janúar. Ósáttur með framkomu Barcelona Barcelona vildi losna við De Jong í félagaskiptaglugganum í sumar en De Jong hefur greint frá því að bæði knattspyrnustjóri liðsins, Xavi, og forseti félagsins, Joan Laporta, þrýstu á hann að yfirgefa félagið. Á þessu tímabili hefur De Jong oftar en ekki þurft að sætta sig við að koma inn af varamannabekk Barcelona og það angrar Hollendinginn að fá ekki að taka þátt í mikilvægum leikjum félagsins. Frenkie de Jong er hins vegar í byrjunarliði Barcelona sem mætir Real Madrid í stærsta leik Spánar. Leikurinn hefst klukkan 14.15.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sjá meira