Reynir ekki að gera öllum til geðs Elísabet Hanna skrifar 18. október 2022 08:31 Bergsveinn er að gefa út sína aðra bók. Aðsend Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina. Tíu skilaboð skrifaði hann að hluta til þegar hann ferðaðist einn til Tenerife til þess að einbeita sér að verkefninu. Í dag er hann búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Blaðamaður heyrði í Begga Ólafs og fékk að heyra af flutningunum og ferlinu á bak við bókina. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Hvernig er lífið úti? Lífið er yndislegt hérna úti í Kaliforníu. Mér líður eins og ég hafi alltaf búið hérna en að sama skapi eins og ég sé að lifa í draumi. Mestur tíminn fer í lærdóm en svo hef ég haft það sem reglu að fara í eitt stutt ferðalag hverja helgi til að skoða Kaliforníu eða/og að prófa nýja hluti. Varðandi skólann, Claremont Graduate University, þá byrjar hann mjög vel. Skólinn er fagmannlegur, leiðbeinandinn minn hrikalega flottur og kennararnir öflugir. Ég hef nú þegar lært heilmikið sem hjálpar mér að hafa þau áhrif sem ég vil í heiminum. Mér finnst gaman að hella mér í vísindin og veit að það er gott að hafa þau í vopnabúrinu, svo ég spenntur eftir öllum lærdómnum í framtíðinni. Beggi nýtir helgarnar úti til þess að prófa nýja hluti.Aðsend Hvað varðar lífið almennt þá hefur tekið sinn tíma að þróa nýja rútínu og aðlagast breyttum aðstæðum. Ég hef strax eignast nokkra góða vini hérna, bæði í skólanum og fyrir utan hann. Það sem mér hefur fundið hvað lærdómsríkast hingað til er að kynnast öllum fjölbreytileikanum af fólki og að læra hvaða raunir þau hafa þurft að mæta og hvernig þau horfa á heiminn. Beggi er búinn að eignast góða vini úti í Bandaríkjunum.Aðsend Hvernig er að gefa út bók á Íslandi á meðan þú ert staddur í öðru landi? Það hefur verið smá púsluspil að stjórna ferlinu, ég skal alveg viðurkenna það. Ég er sem betur fer ekki einn í liði. Ég er að gefa bókina út með öflugu teymi, bróðir mínum honum Þorgrími Smára hjá útgáfunni Einu sinni var og snillingunum hjá stafrænu auglýsingastofunnar KIWI. Það er sjö klukkustunda tímamismunur á Kaliforníu og Íslandi.Aðsend Tímamismunurinn, sjö klukkustundir, setur smá áskorun upp fyrir okkur en það er ekkert sem við getum ekki unnið í kringum. Svo er örlítið krefjandi að halda uppi miðli fyrir íslenskan markhóp þegar maður er sjö tímum á eftir. Skipulag og forvirkar aðgerðir hafa virkað vel fyrir okkur. Hvenær skrifaðir þú bókina ? Eins eðlilega og það hljómar þá byrjaði ég að skrifa Tíu skilaboð áður en Tíu skref kom út. Ferlið að bókinni var því hátt upp í tvö ár en sú fyrsta tók einungis nokkra mánuði. Ástæðan fyrir því er margföld, sú fyrsta að ég vissi ekki nákvæmlega hvert ég var að fara með bókina þegar ég byrjaði að skrifa og síðan var það mikið að gera á öðrum vígstöðvum að ég gaf mér ekki nógu mikinn tíma í að hella mér í skrifin. Aðsend Að því sögðu er miklu erfiðara að skrifa bók númer tvö samanborið við bók númer eitt. Það tengi ég við fótboltann, það er erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann í fyrsta skipti. Það er erfiðara að viðhalda árangri heldur en að ná honum. Þess vegna var kærkomið að skella sér einn ferð til Tenerife síðustu páska í viðskipti og ánægju (e. Business and pleasure) eins og fyrrum svili minn kallar það. Ég hafði aldrei áður prófað að fara einn út en það blundaði ávallt í mér að prófa það. Ég sá fyrir mér að slá þrjár flugur í einu höggi með því að fara frá öllu áreitinu heima. Einblína á skrifin, undirbúa mig undir Bandaríkin með því að prófa að vera einn og að upplifa að vera sjálfum mér nóg. Ég hélt reyndar að ég ætti lítið eftir af bókinni og myndi klára hana úti. Það var alls ekki raunin. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ásamt því að skrifa í svona átta tíma á dag, þá fékk ég mér smá D-vítamín inn á milli og borðaði góðan mat. Ég get alveg mælt með því allir prófi að fara út einn síns liðs. Við hverju geta lesendur búist? Beinskeyttum skilaboðum um hvernig þeir geta minnkað alla umfram þjáningu en hana sem lífið hendir á þá, skapað öryggi sem hjálpar þeim að ráða fram úr óvissu þáttum lífsins, verða einstaklingarnir sem þeir vilja verða og lifa lífinu sem þeir vilja lifa af festu, hugrekki, þrautseigju og heiðarleika. Í einföldustu myndinni er ég að hjálpa fólki að yfirstíga áskoranir og hjálpa þeim að ná sínum markmiðum. Með bókinni er ég hreinlega að gera mitt allra besta í að koma skilaboðum sálfræðinnar á mannamáli til fólks í gegnum mína lífsgöngu svo að það geti innleitt þau til að efla sig í að takast á við tilveru sem getur verið ansi erfið á köflum. Doktorsnámið er krefjandi og skemmtilegt.Aðsend Eftir fyrri bókina heyrði ég oft að lesendum leið eins og ég væri að tala til þeirra. Ég er nokkuð viss um að það sé vegna þessa að ég legg allt á borðið og fólk tengir við þær áskoranir sem mannveran þarf að eiga við. Það sama á við um þessa bók, ég deili erfiðleikum sem fólk tengir við og síðan fer yfir mögulegar lausnir við þeim erfiðleikum. Atburðir sem gerast á lífsleiðinni geta haft verulega mikil áhrif á fólk. Á frekar stuttum tíma átti ég við fjóra af fimm helstu atburðum sem eru taldir hafa hvað verstu áhrif á fólk í lífinu. Að skrifa þessa bók hjálpaði mér að mörgu leiti í gegnum þá atburði og ég vona innilega að lesandinn taki það sama út úr bókinni. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Að sama skapi finnst mér mikilvægt að bókin sé byggð á alvöru rannsóknum, þó svo að margir myndu titla Tíu skilaboð sem sjálfshjálparbók þá er hún byggð á um þrjú hundruð heimildum. Hvernig er hún frábrugðin fyrri bókinni? Hún er töluvert beinskeyttari og þroskaðri. Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs. Það mun því ekki öllum líka við innihald bókarinnar, því ég er eflaust ekki beint að segja það sem þú vilt heyra heldur það sem ég tel þig þurfa að heyra. Ég er alltaf með þeirri manneskju sem þú getur orðið í liði. Ég sé fólk ekki eins og það er heldur hvernig það getur mögulega orðið og ég trúi að allir geti vaxið upp í þá manneskju sem þeir geta orðið. Fólk þarf stundum að fá örlitla hvatningu til að byrja það ferðalag og ég trúi að það ferðalag er það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Það býr miklu meira í hverjum og einum heldur en þeir halda. Beggi Ólafs vill sjá aðra vaxa og dafna.Aðsend Hvað varðar þroskaðri, þá hef ég snert dýpri víddir á mannlegri tilveru síðan ég skrifaði Tíu skref, svo ég get tengt á betri máta við þær raunir sem mannfólk á við. Lífið hefur hent á mig allskonar áskorunum og það er yfirleitt ferlið að eiga við þær sem stækkar mann mest. Skilningurinn, þroskinn, lærdómurinn og viskan sem ég hef öðlast síðustu tvö ár er eitthvað sem ég er þakklátur fyrir og skrifin hafa hjálpað mér að að finna farveg fyrir þetta allt saman. Hvað er framundan? Í þessum töluðu orðum er ég síðan að skipuleggja tíu daga ferð til Íslands til að kynna bókina þann fjórða til fjórtánda nóvember. Það verður erfitt að setja fókusinn aðeins frá skólanum en ég vinn mér í haginn svo að ég geti lagt alla orkuna í viðtöl, útgáfupartý, fyrirlestra, vini og fjölskyldu meðlimi. Hann er spenntur að koma til landsins í næsta mánuði.Aðsend Ég er kominn með hugmyndir að rannsóknarefni í doktors náminu svo ég er spenntur að fara byrja að gera rannsóknir og að skrifa pappíra. Ég fer síðan að undirbúa skiptinguna frá íslensku yfir á ensku með fyrirtækið. Bandaríkin eru risastór og ég sé helling af tækifærum hérna. Svo er það bara halda áfram að innbyrða allt það sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég vil ekki vera einstaklingur sem fór passífur í gegnum lífið. Ég vil segjast hafa lifað og að ég hafi gert allt til þess að verða sá sem ég gat orðið og að upplifa allt sem lífið inniheldur. Til að enda þetta á aðeins léttari nótum þá hlakkar mér ekkert eðlilega mikið að upplifa Halloween hérna úti. Ég ætla að vera Batman. Bókmenntir Heilsa Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Sjá meira
Tíu skilaboð skrifaði hann að hluta til þegar hann ferðaðist einn til Tenerife til þess að einbeita sér að verkefninu. Í dag er hann búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Blaðamaður heyrði í Begga Ólafs og fékk að heyra af flutningunum og ferlinu á bak við bókina. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Hvernig er lífið úti? Lífið er yndislegt hérna úti í Kaliforníu. Mér líður eins og ég hafi alltaf búið hérna en að sama skapi eins og ég sé að lifa í draumi. Mestur tíminn fer í lærdóm en svo hef ég haft það sem reglu að fara í eitt stutt ferðalag hverja helgi til að skoða Kaliforníu eða/og að prófa nýja hluti. Varðandi skólann, Claremont Graduate University, þá byrjar hann mjög vel. Skólinn er fagmannlegur, leiðbeinandinn minn hrikalega flottur og kennararnir öflugir. Ég hef nú þegar lært heilmikið sem hjálpar mér að hafa þau áhrif sem ég vil í heiminum. Mér finnst gaman að hella mér í vísindin og veit að það er gott að hafa þau í vopnabúrinu, svo ég spenntur eftir öllum lærdómnum í framtíðinni. Beggi nýtir helgarnar úti til þess að prófa nýja hluti.Aðsend Hvað varðar lífið almennt þá hefur tekið sinn tíma að þróa nýja rútínu og aðlagast breyttum aðstæðum. Ég hef strax eignast nokkra góða vini hérna, bæði í skólanum og fyrir utan hann. Það sem mér hefur fundið hvað lærdómsríkast hingað til er að kynnast öllum fjölbreytileikanum af fólki og að læra hvaða raunir þau hafa þurft að mæta og hvernig þau horfa á heiminn. Beggi er búinn að eignast góða vini úti í Bandaríkjunum.Aðsend Hvernig er að gefa út bók á Íslandi á meðan þú ert staddur í öðru landi? Það hefur verið smá púsluspil að stjórna ferlinu, ég skal alveg viðurkenna það. Ég er sem betur fer ekki einn í liði. Ég er að gefa bókina út með öflugu teymi, bróðir mínum honum Þorgrími Smára hjá útgáfunni Einu sinni var og snillingunum hjá stafrænu auglýsingastofunnar KIWI. Það er sjö klukkustunda tímamismunur á Kaliforníu og Íslandi.Aðsend Tímamismunurinn, sjö klukkustundir, setur smá áskorun upp fyrir okkur en það er ekkert sem við getum ekki unnið í kringum. Svo er örlítið krefjandi að halda uppi miðli fyrir íslenskan markhóp þegar maður er sjö tímum á eftir. Skipulag og forvirkar aðgerðir hafa virkað vel fyrir okkur. Hvenær skrifaðir þú bókina ? Eins eðlilega og það hljómar þá byrjaði ég að skrifa Tíu skilaboð áður en Tíu skref kom út. Ferlið að bókinni var því hátt upp í tvö ár en sú fyrsta tók einungis nokkra mánuði. Ástæðan fyrir því er margföld, sú fyrsta að ég vissi ekki nákvæmlega hvert ég var að fara með bókina þegar ég byrjaði að skrifa og síðan var það mikið að gera á öðrum vígstöðvum að ég gaf mér ekki nógu mikinn tíma í að hella mér í skrifin. Aðsend Að því sögðu er miklu erfiðara að skrifa bók númer tvö samanborið við bók númer eitt. Það tengi ég við fótboltann, það er erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann í fyrsta skipti. Það er erfiðara að viðhalda árangri heldur en að ná honum. Þess vegna var kærkomið að skella sér einn ferð til Tenerife síðustu páska í viðskipti og ánægju (e. Business and pleasure) eins og fyrrum svili minn kallar það. Ég hafði aldrei áður prófað að fara einn út en það blundaði ávallt í mér að prófa það. Ég sá fyrir mér að slá þrjár flugur í einu höggi með því að fara frá öllu áreitinu heima. Einblína á skrifin, undirbúa mig undir Bandaríkin með því að prófa að vera einn og að upplifa að vera sjálfum mér nóg. Ég hélt reyndar að ég ætti lítið eftir af bókinni og myndi klára hana úti. Það var alls ekki raunin. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ásamt því að skrifa í svona átta tíma á dag, þá fékk ég mér smá D-vítamín inn á milli og borðaði góðan mat. Ég get alveg mælt með því allir prófi að fara út einn síns liðs. Við hverju geta lesendur búist? Beinskeyttum skilaboðum um hvernig þeir geta minnkað alla umfram þjáningu en hana sem lífið hendir á þá, skapað öryggi sem hjálpar þeim að ráða fram úr óvissu þáttum lífsins, verða einstaklingarnir sem þeir vilja verða og lifa lífinu sem þeir vilja lifa af festu, hugrekki, þrautseigju og heiðarleika. Í einföldustu myndinni er ég að hjálpa fólki að yfirstíga áskoranir og hjálpa þeim að ná sínum markmiðum. Með bókinni er ég hreinlega að gera mitt allra besta í að koma skilaboðum sálfræðinnar á mannamáli til fólks í gegnum mína lífsgöngu svo að það geti innleitt þau til að efla sig í að takast á við tilveru sem getur verið ansi erfið á köflum. Doktorsnámið er krefjandi og skemmtilegt.Aðsend Eftir fyrri bókina heyrði ég oft að lesendum leið eins og ég væri að tala til þeirra. Ég er nokkuð viss um að það sé vegna þessa að ég legg allt á borðið og fólk tengir við þær áskoranir sem mannveran þarf að eiga við. Það sama á við um þessa bók, ég deili erfiðleikum sem fólk tengir við og síðan fer yfir mögulegar lausnir við þeim erfiðleikum. Atburðir sem gerast á lífsleiðinni geta haft verulega mikil áhrif á fólk. Á frekar stuttum tíma átti ég við fjóra af fimm helstu atburðum sem eru taldir hafa hvað verstu áhrif á fólk í lífinu. Að skrifa þessa bók hjálpaði mér að mörgu leiti í gegnum þá atburði og ég vona innilega að lesandinn taki það sama út úr bókinni. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Að sama skapi finnst mér mikilvægt að bókin sé byggð á alvöru rannsóknum, þó svo að margir myndu titla Tíu skilaboð sem sjálfshjálparbók þá er hún byggð á um þrjú hundruð heimildum. Hvernig er hún frábrugðin fyrri bókinni? Hún er töluvert beinskeyttari og þroskaðri. Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs. Það mun því ekki öllum líka við innihald bókarinnar, því ég er eflaust ekki beint að segja það sem þú vilt heyra heldur það sem ég tel þig þurfa að heyra. Ég er alltaf með þeirri manneskju sem þú getur orðið í liði. Ég sé fólk ekki eins og það er heldur hvernig það getur mögulega orðið og ég trúi að allir geti vaxið upp í þá manneskju sem þeir geta orðið. Fólk þarf stundum að fá örlitla hvatningu til að byrja það ferðalag og ég trúi að það ferðalag er það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Það býr miklu meira í hverjum og einum heldur en þeir halda. Beggi Ólafs vill sjá aðra vaxa og dafna.Aðsend Hvað varðar þroskaðri, þá hef ég snert dýpri víddir á mannlegri tilveru síðan ég skrifaði Tíu skref, svo ég get tengt á betri máta við þær raunir sem mannfólk á við. Lífið hefur hent á mig allskonar áskorunum og það er yfirleitt ferlið að eiga við þær sem stækkar mann mest. Skilningurinn, þroskinn, lærdómurinn og viskan sem ég hef öðlast síðustu tvö ár er eitthvað sem ég er þakklátur fyrir og skrifin hafa hjálpað mér að að finna farveg fyrir þetta allt saman. Hvað er framundan? Í þessum töluðu orðum er ég síðan að skipuleggja tíu daga ferð til Íslands til að kynna bókina þann fjórða til fjórtánda nóvember. Það verður erfitt að setja fókusinn aðeins frá skólanum en ég vinn mér í haginn svo að ég geti lagt alla orkuna í viðtöl, útgáfupartý, fyrirlestra, vini og fjölskyldu meðlimi. Hann er spenntur að koma til landsins í næsta mánuði.Aðsend Ég er kominn með hugmyndir að rannsóknarefni í doktors náminu svo ég er spenntur að fara byrja að gera rannsóknir og að skrifa pappíra. Ég fer síðan að undirbúa skiptinguna frá íslensku yfir á ensku með fyrirtækið. Bandaríkin eru risastór og ég sé helling af tækifærum hérna. Svo er það bara halda áfram að innbyrða allt það sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég vil ekki vera einstaklingur sem fór passífur í gegnum lífið. Ég vil segjast hafa lifað og að ég hafi gert allt til þess að verða sá sem ég gat orðið og að upplifa allt sem lífið inniheldur. Til að enda þetta á aðeins léttari nótum þá hlakkar mér ekkert eðlilega mikið að upplifa Halloween hérna úti. Ég ætla að vera Batman.
Bókmenntir Heilsa Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Sjá meira
„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30