Stefna stjórnar (og stjórnarandstöðu) í hælisleitendamálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 18. október 2022 16:01 Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Miðflokkurinn Alþingi Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun