Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 18:46 Rekabi að klifra í Suður-Kóreu. AP/International Federation of Sport Climbing/Rhea Kang Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu. Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu.
Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45