Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 18:46 Rekabi að klifra í Suður-Kóreu. AP/International Federation of Sport Climbing/Rhea Kang Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu. Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu.
Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45