Glíman við ríkið og reksturinn Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 20. október 2022 07:30 Nú er hinni árlegu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nýlokið. Þar komu saman um fjögurhundruð fulltrúar sveitarfélagana. Mikill þungi var í umræðunni um vanfjármögnun verkefna og áskoranir í rekstri sveitarfélaga eins og oft áður. Við sem störfum á vettvangi sveitarsfelaga erum flest að glíma við samskonar áskoranir í rekstrinum. Við viljum öll skapa okkar starfsfólki, íbúum og börnum góða þjónustu, starfsumhverfi og aðbúnað. Sveitarfélagið þarf að vera samkeppnishæft við önnur sveitarfélög og því nauðsynlegt að skapa búseturskilyrði sem laða að bæði fyrirtæki og nýja íbúa. Einsleit umræða Þegar kemur að umræðunni um áskoranir í rekstri er orðræðan hjá okkur sveitarstjórnarfólki varðandi þessi mál oft nokkuð einsleit og einkennist af gremju yfir vanfjármögnun á þeim verkefnum sem hafa verið flutt yfir á sveitarfélög og skömmu síðar dunið yfir nýjar reglugerðir sem ekki eru fjármagnaðar. Málefni sem er uppspretta neikvæðrar umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga sem einkennist af ágreiningi um hvaðan fjármunirnir eigi að koma. Það sem okkur skortir í umræðunni um rekstur sveitarfélaga er að líta í eigin barm. Rekstur sveitarfélaga hefur þanist út og ekkert lát virðist vera á þeirra þróun. Sveitarstjórnarfulltrúar vilja eðli málsins samkvæmt láta gott af sér leiða til samfélagsins og margir gefa kost á sér í sveitarstjórnarmálin vegna ákveðinna málefna, hugmynda um ný verkefni og vilja til þess að gera úrbætur á þeirra þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Að standa vörð um lögbundna þjónustu Það er áskorun hjá mörgum sveitarfélögum að ná að standa vörð um lögbundna þjónustu. Endurbætur og viðhaldi á skólahúsnæði, aukinn launakostnaður, viðhald gatna og gangstétta, búnaður og rekstur slökkviliðs og félagsþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Það er vissulega freistandi að ráðstafa fjármunum í fjölbreytt verkefni sem eru hvorki lögbundinn né tilheyra kjarnastarfseminni. Það er hreinlega skilda okkar að ráðstafa fjármunum vel, koma í veg fyrir sóun og forgangsraða fjármunum í þau verkefni sem eru lögbundin. Það eru fáir íbúar sveitarfélaga sem setja sig inn í rekstur síns sveitarfélags og enn færri sem vakna á morgnana með áhyggjur yfir fjarhagsstöðu síns sveitarfélags. Það blasir við að krafan um góða og faglega þjónustu mun aukast ár frá ári, það er náttúrulögmál. Það má því velta fyrir sér í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun á sveitarstjórnarlögum hvort ekki sé ástæða til að skýra þann ramma enn frekar er lítur bæði að lögbundnum verkefnum og jafnframt að þeim verkefnum sem sveitarfélög eiga hreinlega ekki að setja fjármuni í þegar fjárhagsstaðan er erfið og veltufé frá rekstri í lágmarki? Ég fullviss um að það megi koma í veg fyrir sóun fjármuna með slíkum ramma og styrkja reksturinn. Hundfúlt eða alveg frábært? Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun hjá sveitarfélögunum. Sú vinna miðar að stórum hluta af því að forgangsraða fjármunum, líta á reksturinn og sjá heildarmyndina. Sveitarstjórnarfulltrúar um allt land standa nú frammi fyrir því að horfast í augu við fjárhag sveitarfélagsins og sjá fram á takmarkað svigrúm til fjárfestinga og e.t.v gjaldskrárhækkanir til að mæta auknum kostnaði. Hundfúlt myndu flestir segja. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er mikilvægur. En það er nokkuð ljóst að skipulag og rekstur sveitarfélaga hefur ekki þróast í takt við verkefnin og áskoranirnar ásamt þeim samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á síðust áratugum með tilheyrandi kostnaði og þenslu í rekstrinum. Ég trúi því að kröfur um aukinn aga í fjármálastjórn sveitarfélaga myndu hafa jákvæð áhrif á kjarnastarfsemina og auðvelda kjörnum fulltrúum að byggja upp góða grunnþjónustu í sínu sveitarfélagi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú er hinni árlegu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nýlokið. Þar komu saman um fjögurhundruð fulltrúar sveitarfélagana. Mikill þungi var í umræðunni um vanfjármögnun verkefna og áskoranir í rekstri sveitarfélaga eins og oft áður. Við sem störfum á vettvangi sveitarsfelaga erum flest að glíma við samskonar áskoranir í rekstrinum. Við viljum öll skapa okkar starfsfólki, íbúum og börnum góða þjónustu, starfsumhverfi og aðbúnað. Sveitarfélagið þarf að vera samkeppnishæft við önnur sveitarfélög og því nauðsynlegt að skapa búseturskilyrði sem laða að bæði fyrirtæki og nýja íbúa. Einsleit umræða Þegar kemur að umræðunni um áskoranir í rekstri er orðræðan hjá okkur sveitarstjórnarfólki varðandi þessi mál oft nokkuð einsleit og einkennist af gremju yfir vanfjármögnun á þeim verkefnum sem hafa verið flutt yfir á sveitarfélög og skömmu síðar dunið yfir nýjar reglugerðir sem ekki eru fjármagnaðar. Málefni sem er uppspretta neikvæðrar umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga sem einkennist af ágreiningi um hvaðan fjármunirnir eigi að koma. Það sem okkur skortir í umræðunni um rekstur sveitarfélaga er að líta í eigin barm. Rekstur sveitarfélaga hefur þanist út og ekkert lát virðist vera á þeirra þróun. Sveitarstjórnarfulltrúar vilja eðli málsins samkvæmt láta gott af sér leiða til samfélagsins og margir gefa kost á sér í sveitarstjórnarmálin vegna ákveðinna málefna, hugmynda um ný verkefni og vilja til þess að gera úrbætur á þeirra þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Að standa vörð um lögbundna þjónustu Það er áskorun hjá mörgum sveitarfélögum að ná að standa vörð um lögbundna þjónustu. Endurbætur og viðhaldi á skólahúsnæði, aukinn launakostnaður, viðhald gatna og gangstétta, búnaður og rekstur slökkviliðs og félagsþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Það er vissulega freistandi að ráðstafa fjármunum í fjölbreytt verkefni sem eru hvorki lögbundinn né tilheyra kjarnastarfseminni. Það er hreinlega skilda okkar að ráðstafa fjármunum vel, koma í veg fyrir sóun og forgangsraða fjármunum í þau verkefni sem eru lögbundin. Það eru fáir íbúar sveitarfélaga sem setja sig inn í rekstur síns sveitarfélags og enn færri sem vakna á morgnana með áhyggjur yfir fjarhagsstöðu síns sveitarfélags. Það blasir við að krafan um góða og faglega þjónustu mun aukast ár frá ári, það er náttúrulögmál. Það má því velta fyrir sér í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun á sveitarstjórnarlögum hvort ekki sé ástæða til að skýra þann ramma enn frekar er lítur bæði að lögbundnum verkefnum og jafnframt að þeim verkefnum sem sveitarfélög eiga hreinlega ekki að setja fjármuni í þegar fjárhagsstaðan er erfið og veltufé frá rekstri í lágmarki? Ég fullviss um að það megi koma í veg fyrir sóun fjármuna með slíkum ramma og styrkja reksturinn. Hundfúlt eða alveg frábært? Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun hjá sveitarfélögunum. Sú vinna miðar að stórum hluta af því að forgangsraða fjármunum, líta á reksturinn og sjá heildarmyndina. Sveitarstjórnarfulltrúar um allt land standa nú frammi fyrir því að horfast í augu við fjárhag sveitarfélagsins og sjá fram á takmarkað svigrúm til fjárfestinga og e.t.v gjaldskrárhækkanir til að mæta auknum kostnaði. Hundfúlt myndu flestir segja. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er mikilvægur. En það er nokkuð ljóst að skipulag og rekstur sveitarfélaga hefur ekki þróast í takt við verkefnin og áskoranirnar ásamt þeim samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á síðust áratugum með tilheyrandi kostnaði og þenslu í rekstrinum. Ég trúi því að kröfur um aukinn aga í fjármálastjórn sveitarfélaga myndu hafa jákvæð áhrif á kjarnastarfsemina og auðvelda kjörnum fulltrúum að byggja upp góða grunnþjónustu í sínu sveitarfélagi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun