Framsóknarleiðin við stjórnarskrárbreytingar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. október 2022 08:30 Síðustu ár hefur mikið verið deilt um breytingar á stjórnarskránni, sitt sýnist hverjum í þeim málum og engin hefur verið niðurstaðan. Við höfum aðila hér í samfélaginu sem vilja engar breytingar gera og þá höfum við háværan hóp sem talar um hina „nýju stjórnarskrá“ og sættir sig við ekkert minna. Á meðan heldur hinn þögli hópur á miðjunni sig til hlés vegna ótta um að dragast inn í öfgafullar umræður sem hann nennir ekki að standa í. Ekkert hefur rekið eða gengið í umræðum um stjórnarskrárbreytingar jafnvel þó að heiðarlegar tilraunir hafi verið gerðar til þess að bæta við mikilvægum ákvæðum. Það þarf að höggva á hnútinn Tíu ár eru liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla að nýrri stjórnarskrá fór fram, og staðreyndin er sú að ekki var tekin afstaða um þá atkvæðagreiðslu á Alþingi á þeim tíma. Um hvers vegna það var ekki gert er hægt að deila um til eilífðar. En í staðinn fyrir að halda áfram að deila fram og til baka um „hina nýju stjórnarskrá“ næstu tíu ár án þess að nokkuð þokist áfram þurfum við að finna leið til þess að halda áfram. Staðreyndin er sú að hin „nýja stjórnarskrá“ nýtur ekki vinsælda, það hafa niðurstöður kosninga til Alþingis borið með sér. Fyrir einhverja er þetta erfiður biti að kyngja en eina leiðin áfram er að stíga út úr bergmálshellinum og tala saman. Framsóknarleiðin hefur gefist vel í íslenskum stjórnmálum, það er að mætast á miðjunni og ná samtali um þau atriði sem við erum sammála um. Framsóknarleiðin grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman og aukið styrk sinn. En samvinna byggist ekki aðeins á trausti milli aðila heldur einnig á góðum og málefnalegum umræðum sem leiðar til farsælla niðurstaðna. Við erum sammála um auðlindaákvæði Samkvæmt niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir tíu árum vildu fleiri aðilar fá inn auðlindaákvæði í stjórnarskránna heldur en að leggja tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Staðan hefur lítið breyst með það, staðreyndin er sú að mikill meirihluti Íslendinga vill auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Íslenska þjóðin vill að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Hér erum við með atriðið sem flest allir eru sammála um og með samvinnuhugsjónina að vopni ættum við að geta leitað leiða til þess að koma þessu mikilvæga ákvæði inn í stjórnarskrá lýðveldisins í stað þess að grafa skotgrafir á sitthvorum endanum. Við getum byrjað á þessu mikilvæga ákvæði og síðan haldið áfram með samtalið, því við vitum að með stöðnun leysast engin mál. Framtíðin ræðst á miðjunni Við í Framsókn skorumst ekki undan þegar kemur að mikilvægum breytingum á stjórnarskránni, en við höfnum öllum öfgum hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri. Framtíðin er á miðjunni og þar getum við sameinast um að koma mikilvægum málum áfram. Þjóðinni allri til heilla. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur mikið verið deilt um breytingar á stjórnarskránni, sitt sýnist hverjum í þeim málum og engin hefur verið niðurstaðan. Við höfum aðila hér í samfélaginu sem vilja engar breytingar gera og þá höfum við háværan hóp sem talar um hina „nýju stjórnarskrá“ og sættir sig við ekkert minna. Á meðan heldur hinn þögli hópur á miðjunni sig til hlés vegna ótta um að dragast inn í öfgafullar umræður sem hann nennir ekki að standa í. Ekkert hefur rekið eða gengið í umræðum um stjórnarskrárbreytingar jafnvel þó að heiðarlegar tilraunir hafi verið gerðar til þess að bæta við mikilvægum ákvæðum. Það þarf að höggva á hnútinn Tíu ár eru liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla að nýrri stjórnarskrá fór fram, og staðreyndin er sú að ekki var tekin afstaða um þá atkvæðagreiðslu á Alþingi á þeim tíma. Um hvers vegna það var ekki gert er hægt að deila um til eilífðar. En í staðinn fyrir að halda áfram að deila fram og til baka um „hina nýju stjórnarskrá“ næstu tíu ár án þess að nokkuð þokist áfram þurfum við að finna leið til þess að halda áfram. Staðreyndin er sú að hin „nýja stjórnarskrá“ nýtur ekki vinsælda, það hafa niðurstöður kosninga til Alþingis borið með sér. Fyrir einhverja er þetta erfiður biti að kyngja en eina leiðin áfram er að stíga út úr bergmálshellinum og tala saman. Framsóknarleiðin hefur gefist vel í íslenskum stjórnmálum, það er að mætast á miðjunni og ná samtali um þau atriði sem við erum sammála um. Framsóknarleiðin grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman og aukið styrk sinn. En samvinna byggist ekki aðeins á trausti milli aðila heldur einnig á góðum og málefnalegum umræðum sem leiðar til farsælla niðurstaðna. Við erum sammála um auðlindaákvæði Samkvæmt niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir tíu árum vildu fleiri aðilar fá inn auðlindaákvæði í stjórnarskránna heldur en að leggja tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Staðan hefur lítið breyst með það, staðreyndin er sú að mikill meirihluti Íslendinga vill auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Íslenska þjóðin vill að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Hér erum við með atriðið sem flest allir eru sammála um og með samvinnuhugsjónina að vopni ættum við að geta leitað leiða til þess að koma þessu mikilvæga ákvæði inn í stjórnarskrá lýðveldisins í stað þess að grafa skotgrafir á sitthvorum endanum. Við getum byrjað á þessu mikilvæga ákvæði og síðan haldið áfram með samtalið, því við vitum að með stöðnun leysast engin mál. Framtíðin ræðst á miðjunni Við í Framsókn skorumst ekki undan þegar kemur að mikilvægum breytingum á stjórnarskránni, en við höfnum öllum öfgum hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri. Framtíðin er á miðjunni og þar getum við sameinast um að koma mikilvægum málum áfram. Þjóðinni allri til heilla. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar