Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 09:16 Bóndi ekur dráttarvél sinni í gegnum miðborg Auckland á mótmælum gegn loftslagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. AP/Dean Purcell/New Zealand Herald Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra lagði nýlega fram tillögu um að leggja sérstakan skatt á losun vegna búfjárræktar. Landbúnaður er helsta útflutningsgrein Nýja-Sjálands og um helmingur allrar losunar Nýja-Sjálands kemur frá bóndabýlum. Ropandi kýr losa sérstaklega mikið metan út í andrúmsloftið. Hagsmunasamtök bænda skipulögðu mótmæli í fleiri en fimmtíu borgum og bæjum um landið allt í dag. AP-fréttastofan segir að tugir dráttarvéla hafi tekið þátt í stærstu viðburðunum. Bændurnir halda því meðal annars fram að skatturinn yki í raun losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum því landbúnaðarframleiðslan færðist þá til annarra landa þar sem losunin væri meiri. Dave McCurdy, bóndi sem mótmælti í Wellington, gagnrýnir að skógrækt stéttarinnar sé ekki tekin með í reikningin en hún bindur kolefni og vegur upp á móti losun búfjárins. Skatturinn hrekti fjölda bænda úr stéttinni. „Ég er hættur. Tímasóun,“ sagði hann við AP. Nýsjálensk stjórnvöld stefna á að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Liður í því er að draga úr metanlosun búfjárræktunar um tíu prósent fyrir 2030 og allt að 47 prósent fyrir miðja öldina. Nýja-Sjáland Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra lagði nýlega fram tillögu um að leggja sérstakan skatt á losun vegna búfjárræktar. Landbúnaður er helsta útflutningsgrein Nýja-Sjálands og um helmingur allrar losunar Nýja-Sjálands kemur frá bóndabýlum. Ropandi kýr losa sérstaklega mikið metan út í andrúmsloftið. Hagsmunasamtök bænda skipulögðu mótmæli í fleiri en fimmtíu borgum og bæjum um landið allt í dag. AP-fréttastofan segir að tugir dráttarvéla hafi tekið þátt í stærstu viðburðunum. Bændurnir halda því meðal annars fram að skatturinn yki í raun losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum því landbúnaðarframleiðslan færðist þá til annarra landa þar sem losunin væri meiri. Dave McCurdy, bóndi sem mótmælti í Wellington, gagnrýnir að skógrækt stéttarinnar sé ekki tekin með í reikningin en hún bindur kolefni og vegur upp á móti losun búfjárins. Skatturinn hrekti fjölda bænda úr stéttinni. „Ég er hættur. Tímasóun,“ sagði hann við AP. Nýsjálensk stjórnvöld stefna á að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Liður í því er að draga úr metanlosun búfjárræktunar um tíu prósent fyrir 2030 og allt að 47 prósent fyrir miðja öldina.
Nýja-Sjáland Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59