Hinn 25 ára gamli Jake Paul snéri sér að hnefaleikum árið 2018 og hann er eins og áður segir ósigraður á ferlinum. Hann sló Silva í gólfið í áttundu og seinustu lotu bardagans í nótt og vann að lokum á dómaraúrskurði.
„Þetta augnablik er óraunverulegt, en öll erfiðisvinnan er að skila sér,“ sagði Paul eftir bardagann.
„Ég vil þakka þér Anderson. Þú hefur veitt mér innblástur. Án hans hefði ég ekki barist á þessu ári. Ég ber ótrúlega viðingu fyrir þér. Það er ekki langt síðan ég byrjaði að boxa, en nú er ég búinn að vinna einn af þeim bestu.“
Silva er af mörgum talinn einn af bestu bardagamönnum allra tíma í blönduðum bardagaíþróttum. Hann var millivigtarmeistari í UFC frá 2006 til 2013 og hann á enn metið yfir flesta sigra í röð, eða 16 stykki.
Thank you Anderson. Obrigado.
— Jake Paul (@jakepaul) October 30, 2022
It was an honor. pic.twitter.com/tbqe83xO9c