Hafnfirðingurinn spilaði stórvel með Magdeburg í október. Í þremur deildarleikjum skoraði hann samtals fjórtán mörk og gaf tólf stoðsendingar. Magdeburg vann tvo leiki, gegn Melsungen og Leipzig, en tapaði fyrir Flensburg.
Unser Gisli steht zur Wahl des DKB Spielers des Monats Oktober! Bis zum Donnerstag, den 03.11.22 um 15 Uhr könnt ihr für ihn voten! Haut in die Tasten!
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) November 1, 2022
Zur Abstimmung https://t.co/Lxfj42Rtr2@DKB_de @liquimoly_hbl pic.twitter.com/TZ3C47OWQk
Sex aðrir leikmenn eru tilnefndir. Þrír þeirra leika með Füchse Berlin; Mathias Gidsel, Hans Lindberg og Mijajlo Marsenic, einn með Hannover-Burgdorf (Domenico Ebner), einn með Erlangen (Christopher Bisslel) og einn með Kiel (Eric Johansson).
Hægt er að kjósa Gísla sem leikmann október-mánaðar í þýsku úrvalsdeildinni með því að smella hér.
Auk þess að spila vel með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni hefur Gísli gert það gott í Meistaradeild Evrópu og átti stóran þátt í því að Magdeburg varð heimsmeistari félagsliða annað árið í röð.
Magdeburg er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Füchse Berlin er með sautján stig á toppnum en hefur leikið einum leik meira en Magdeburg.