Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2022 15:32 Fjallað hefur verið um dýraníð í Borgarfirði hér á Vísi. MAST segir gagnrýni á starfsmenn stofnunarinnar vegna málsins vera óvægna. Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. Fjallað hefur verið um dýraníð í Borgarfirði hér í Vísi í sumar og í haust. Eigendur hrossa og kúa eru sakaðir um alvarlega vanrækslu og hefur Matvælastofnun þurft að aflífa einhver hrossana. Mikil umræða hefur verið um málið á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir sakað starfsmenn stofnunarinnar um algert aðgerðaleysi. Þeir hafi brugðist dýrunum með því að bregðast ekki við ítrekuðum ábendingum fólks um aðbúnað dýranna. Í tilkynningu á vef MAST er minnt á að stofnuninni er ekki heimilt að tjá sig um tiltekin mál en lög um vinnslu persónuupplýsinga og stjórnsýslulög takmarka heimildir MAST til upplýsingagjafar. Því sé ekki hægt að upplýsa aðila sem senda inn ábendingar til MAST um framgang mála hjá einstaklingum. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ segir í tilkynningunni. Farið er yfir verkferla stofnunarinnar í málum sem þessu. Fyrst fá umsjáraðilar tækifæri til að bregðast við ábendingum um nauðsynlegar úrbætur. Sé það ekki gert getur MAST beitt þvingunum til að knýja fólk til úrbóta, til að mynda með dagsektum. Þessu öllu fylgja fjölmargar eftirlitsheimsóknir á viðkomandi bæi og mikil og ítarleg afskipti af starfsemi viðeigandi aðila. Ekki er gripið til vörslusviptingar nema að vel ígrunduðu máli og að fyrrnefndar leiðir stofnunarinnar séu fullreyndar. Því var vörslusvipting á hestum íbúanna í Borgarfirði ekki fyrsta aðgerð stofnunarinnar. Líkt og hefur komið fram hér á Vísi hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á störfum MAST þegar kemur að eftirlit með velferð dýra. Í tilkynningunni segir að stofnunin fagni úttektinni og ef að í ljós kemur að eitthvað megi betur fara verði verklagi breytt. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýr Tengdar fréttir Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 „Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 13. október 2022 15:33 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Fjallað hefur verið um dýraníð í Borgarfirði hér í Vísi í sumar og í haust. Eigendur hrossa og kúa eru sakaðir um alvarlega vanrækslu og hefur Matvælastofnun þurft að aflífa einhver hrossana. Mikil umræða hefur verið um málið á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir sakað starfsmenn stofnunarinnar um algert aðgerðaleysi. Þeir hafi brugðist dýrunum með því að bregðast ekki við ítrekuðum ábendingum fólks um aðbúnað dýranna. Í tilkynningu á vef MAST er minnt á að stofnuninni er ekki heimilt að tjá sig um tiltekin mál en lög um vinnslu persónuupplýsinga og stjórnsýslulög takmarka heimildir MAST til upplýsingagjafar. Því sé ekki hægt að upplýsa aðila sem senda inn ábendingar til MAST um framgang mála hjá einstaklingum. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ segir í tilkynningunni. Farið er yfir verkferla stofnunarinnar í málum sem þessu. Fyrst fá umsjáraðilar tækifæri til að bregðast við ábendingum um nauðsynlegar úrbætur. Sé það ekki gert getur MAST beitt þvingunum til að knýja fólk til úrbóta, til að mynda með dagsektum. Þessu öllu fylgja fjölmargar eftirlitsheimsóknir á viðkomandi bæi og mikil og ítarleg afskipti af starfsemi viðeigandi aðila. Ekki er gripið til vörslusviptingar nema að vel ígrunduðu máli og að fyrrnefndar leiðir stofnunarinnar séu fullreyndar. Því var vörslusvipting á hestum íbúanna í Borgarfirði ekki fyrsta aðgerð stofnunarinnar. Líkt og hefur komið fram hér á Vísi hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á störfum MAST þegar kemur að eftirlit með velferð dýra. Í tilkynningunni segir að stofnunin fagni úttektinni og ef að í ljós kemur að eitthvað megi betur fara verði verklagi breytt.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýr Tengdar fréttir Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 „Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 13. október 2022 15:33 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
„Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 13. október 2022 15:33
Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17