Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 17:45 Jürgen Klopp biður fólk um að bíða með sleggjudómana þangað til eftir tímabilið. Nathan Stirk/Getty Images Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira