„Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 09:43 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í Valsmarkinu í gær. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik á Benidorm í gærkvöldi þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Evrópudeildinni. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn tók hvert dauðafærið á fætur öðru, varði tvö víti og átti sína eina af ótrúlegustu markvörslu í manna minnum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir frammistöðu Björgvins eftir leikinn og hann fékk mikið hrós frá þeim. „Björgvin Páll Gústavsson var virkilega góður í þessum leik og varði sextán bolta. Hann er með rétt undir fjörutíu prósent markvörslu. Svo var hann að verja úr dauðafærum,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Umræða um frammistöðu Björgvin Páls á Benidorm „Hann byrjaði leikinn strax á að verja bolta. Hann fær einn bolta í hausinn sem gerir hann bara ruglaðri í markinu en hann var fyrir,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Þannig kveikir maður á honum,“ skaut Stefán Árni inn í. „Ég er að segja það. Hann var mjög góður og er lykillinn að þessum sigri hjá Valsmönnum,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég tek alveg undir það. Þetta eru nánast allt dauðafæri því Benidorm spilar upp á það að fá sex metra færi. Þeir eru ekki að skjóta mikið fyrir utan. Hann tekur þarna tvö víti í röð og á síðan ótrúlega markvörslu þegar hann skutlar sér á eftir boltanum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Það er svo mikilvægt fyrir hann þegar hann byrjar leiki vel því það gefur sjálfstraust í liðið,“ sagði Jóhann Gunnar. Þeir sýndu síðan markvörslu Björgvins þegar hann skutlar sér á eftir boltanum og nær að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. „Þessi varsla er rugl. Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ sagði Jóhann. Það má horfa á umræðuna um Björgvin Pál og allar flottu markvörslurnar hér fyrir ofan. Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn tók hvert dauðafærið á fætur öðru, varði tvö víti og átti sína eina af ótrúlegustu markvörslu í manna minnum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir frammistöðu Björgvins eftir leikinn og hann fékk mikið hrós frá þeim. „Björgvin Páll Gústavsson var virkilega góður í þessum leik og varði sextán bolta. Hann er með rétt undir fjörutíu prósent markvörslu. Svo var hann að verja úr dauðafærum,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Umræða um frammistöðu Björgvin Páls á Benidorm „Hann byrjaði leikinn strax á að verja bolta. Hann fær einn bolta í hausinn sem gerir hann bara ruglaðri í markinu en hann var fyrir,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Þannig kveikir maður á honum,“ skaut Stefán Árni inn í. „Ég er að segja það. Hann var mjög góður og er lykillinn að þessum sigri hjá Valsmönnum,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég tek alveg undir það. Þetta eru nánast allt dauðafæri því Benidorm spilar upp á það að fá sex metra færi. Þeir eru ekki að skjóta mikið fyrir utan. Hann tekur þarna tvö víti í röð og á síðan ótrúlega markvörslu þegar hann skutlar sér á eftir boltanum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Það er svo mikilvægt fyrir hann þegar hann byrjar leiki vel því það gefur sjálfstraust í liðið,“ sagði Jóhann Gunnar. Þeir sýndu síðan markvörslu Björgvins þegar hann skutlar sér á eftir boltanum og nær að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. „Þessi varsla er rugl. Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ sagði Jóhann. Það má horfa á umræðuna um Björgvin Pál og allar flottu markvörslurnar hér fyrir ofan.
Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira