Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni í Þjórsárdal í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira