Eftir tap í leiknum í gær var ljóst að Hauka þyrftu að bretta upp ermar fyrir seinni leikinn í dag. Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru yfir í dag. Kýpverska liðið tók fljótt frumkvæðið, var komið með fjögurra marka forystu um miðjan fyrri hálfleik og leiddi 18-12 í leikhléi.
Sá munur var of mikill fyrir Hauka að brúa. Kýpverjarnir héldu Haukunum í hæfilegri fjarlægð sem náðu þó að minnka muninn í tvö mörk í síðari hálfleiknum. Nær komust þeir ekki og heimaliðið jók muninn undir lokin.
Lokatölur í leiknnum 36-28 og Anorthosis Famagusta vinnur einvígið samanlagt með tólf marka mun 62-50.
Markahæstur í liði Hauka í dag var Guðmundur Bragi Ástþórsson með níu mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 5.