Haukar hafa orðið bikarmeistarar kvenna tvö síðustu skipti og fengu heimaleik í átta liða úrslitum, geng Grindavík. Stórleikurinn er hins vegar á milli Keflavíkur og Njarðvíkur.
Átta liða úrslit kvenna:
- Fjölnir - Snæfell
- Keflavík - Njarðvík
- Haukar - Grindavík
- ÍR - Stjarnan
Keflavík og Njarðvík gætu einnig mæst í átta liða úrslitum karla. Það skýrist þó ekki fyrr en aganefnd KKÍ kemst að niðurstöðu um það hvort það verður lið Tindastóls eða Hauka sem fær sæti í 16-liða úrslitum, og hvort að það lið eða Njarðvík hefur betur.
Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar mæta eina 1. deildarliðinu sem enn er með í bikarkeppni karla, Skallagrími.
Átta liða úrslit karla:
- KR - Höttur
- Stjarnan - Skallagrímur
- Valur - Grindavík
- Keflavík - Njarðvík/Tindastóll/Haukar
Áætlað er að leikirnir í átta liða úrslitum, bæði kvenna og karla, fari fram 10.-12. desember.