Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi! Eiður Stefánsson skrifar 8. nóvember 2022 15:30 Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Krafan þarf að ná til allra Verkalýðshreyfingin byggir á samtakamætti og í krafti fjöldans höfum við náð fram kjarabótum og réttindum sem í dag teljast sjálfsögð. Þegar illa árar í samfélaginu, eða líkt og nú á heimsvísu, er eðlilegt að gera kröfu á hófsemi, en sú krafa þarf að ná til allra. Þar ættu að sitja jafnt til borðs, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög. Fréttir af hækkun gjaldskrár Akureyrarbæjar um 7-10% verða að teljast allt annað en hófsamar og virka sem eldsneyti á verðbólgubálið. Hækkunin heggur þar sem nú þegar er mikið af tekið, á heimilum fjölskyldufólks. Þar vega einna hæst hækkanir á fasteignagjöldum, en húsnæðiskostnaður heimilana hefur þegar rokið upp úr öllu valdi sökum verðbólgu. Þolmörkum heimilana er ógnað og þau geta ekki meira. Því er óvægið af hálfu fulltrúa í bæjarstjórn að hækka gjaldskrár í stað þess að taka á rekstrarvanda Akureyrarbæjar innanfrá. Eina úrræði bæjarbúa til að mæta slíkum hækkunum er að krefjast hærri launa. Mætumst á miðri leið Við samningaborðið er eðlilegt að gera málamiðlanir, sumt fæst í gegn og annað ekki, en á endanum verður samkomulag og sátt sem allir una við. Verkalýðshreyfingin getur ekki mætt að borðinu með hófsemi ef það sama gengur ekki yfir alla, við verðum að mætast á miðri leið og beita sameiginlegum samtakamætti til að rétta úr kútnum. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur. Krafan þarf að ná til allra Verkalýðshreyfingin byggir á samtakamætti og í krafti fjöldans höfum við náð fram kjarabótum og réttindum sem í dag teljast sjálfsögð. Þegar illa árar í samfélaginu, eða líkt og nú á heimsvísu, er eðlilegt að gera kröfu á hófsemi, en sú krafa þarf að ná til allra. Þar ættu að sitja jafnt til borðs, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög. Fréttir af hækkun gjaldskrár Akureyrarbæjar um 7-10% verða að teljast allt annað en hófsamar og virka sem eldsneyti á verðbólgubálið. Hækkunin heggur þar sem nú þegar er mikið af tekið, á heimilum fjölskyldufólks. Þar vega einna hæst hækkanir á fasteignagjöldum, en húsnæðiskostnaður heimilana hefur þegar rokið upp úr öllu valdi sökum verðbólgu. Þolmörkum heimilana er ógnað og þau geta ekki meira. Því er óvægið af hálfu fulltrúa í bæjarstjórn að hækka gjaldskrár í stað þess að taka á rekstrarvanda Akureyrarbæjar innanfrá. Eina úrræði bæjarbúa til að mæta slíkum hækkunum er að krefjast hærri launa. Mætumst á miðri leið Við samningaborðið er eðlilegt að gera málamiðlanir, sumt fæst í gegn og annað ekki, en á endanum verður samkomulag og sátt sem allir una við. Verkalýðshreyfingin getur ekki mætt að borðinu með hófsemi ef það sama gengur ekki yfir alla, við verðum að mætast á miðri leið og beita sameiginlegum samtakamætti til að rétta úr kútnum. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun