Utan vallar: Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 12:30 Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum á fyrsta tímabili sínu með Val voru næstu tvö tímabil mikil vonbrigði. vísir/hulda margrét Síðast þegar FH keypti hlutabréfin í Heimi Guðjónssyni í sögulegu lágmarki reyndist það snilldarráð. En geta FH-ingar endurtekið leikinn? „Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna. Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira
„Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna.
Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira