Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 07:45 Mark Kelly heilsar upp á stuðningsmenn sína ásamt eiginkonu sinni Gabby Giffords í Tuscon á kosninganótt. Kelly var geimfari hjá NASA en Giffords var fulltrúadeildarþingmaður Arizona. Hún lét af embætti eftir að byssumaður skaut hana í höfuðið á viðburði í ríkinu árið 2011. AP/Alberto Mariani Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18