Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 16:56 Svona leit einn hestanna út fyrir nokkrum mánuðum síðan. Steinunn Árnadóttir Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. Í dag var viðburðurinn „Björgum dýrunum í Bæjarsveit“ búinn til á Facebook. Ingiveig Gunnarsdóttir stendur fyrir honum og segja hún tilganginn vera að koma búfénaði á Nýjabæ til hjálpar. „Ástand dýranna fer versnandi með hverjum degi sem líður en um langt skeið hafa þau hvorki haft aðgang að fóðri né vatni. Enginn sinnir þörfum dýranna, hvorki eigendur né yfirvöld. Því er brýnt að dýravinir taki nú höndum saman til að koma í veg fyrir frekari þjáningu og vosbúð dýranna,“ segir í lýsingu viðburðarins. Tæplega 140 manns hafa sagst hafa áhuga á því að mæta en Matvælastofnun (MAST) biður fólk um að mæta ekki. Stofnunin sé með málið í vinnslu. „Fyrir liggur að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að velferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Matvælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt markmið okkar allra er að tryggja velferð dýranna,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Fyrr í dag sendi MAST frá sér aðra tilkynningu um málið í Borgarfirði. Þar segir að stofnunin vilji árétta að málið sé þar til meðferðar. Meðan á vinnslu málsins standi mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni. Í tilkynningunni segir einnig að vegna stjórnsýslu- og persónuverndarlaga geti stofnunin ekki tjáð sig um þær aðgerðir sem unnið er að. Af þeim sökum sé fréttaflutningur og umfjöllun á samfélagsmiðlum einhliða. „Í einhverjum tilfellum hafa rangar ályktanir komið fram sem gerir það að verkum að almenningur fær ekki rétta mynd af stöðu mála og þeim afskiptum sem stofnunin hefur haft af búrekstrinum,“ segir í tilkynningunni. Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Hestar Tengdar fréttir Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Í dag var viðburðurinn „Björgum dýrunum í Bæjarsveit“ búinn til á Facebook. Ingiveig Gunnarsdóttir stendur fyrir honum og segja hún tilganginn vera að koma búfénaði á Nýjabæ til hjálpar. „Ástand dýranna fer versnandi með hverjum degi sem líður en um langt skeið hafa þau hvorki haft aðgang að fóðri né vatni. Enginn sinnir þörfum dýranna, hvorki eigendur né yfirvöld. Því er brýnt að dýravinir taki nú höndum saman til að koma í veg fyrir frekari þjáningu og vosbúð dýranna,“ segir í lýsingu viðburðarins. Tæplega 140 manns hafa sagst hafa áhuga á því að mæta en Matvælastofnun (MAST) biður fólk um að mæta ekki. Stofnunin sé með málið í vinnslu. „Fyrir liggur að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að velferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Matvælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt markmið okkar allra er að tryggja velferð dýranna,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Fyrr í dag sendi MAST frá sér aðra tilkynningu um málið í Borgarfirði. Þar segir að stofnunin vilji árétta að málið sé þar til meðferðar. Meðan á vinnslu málsins standi mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni. Í tilkynningunni segir einnig að vegna stjórnsýslu- og persónuverndarlaga geti stofnunin ekki tjáð sig um þær aðgerðir sem unnið er að. Af þeim sökum sé fréttaflutningur og umfjöllun á samfélagsmiðlum einhliða. „Í einhverjum tilfellum hafa rangar ályktanir komið fram sem gerir það að verkum að almenningur fær ekki rétta mynd af stöðu mála og þeim afskiptum sem stofnunin hefur haft af búrekstrinum,“ segir í tilkynningunni.
Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Hestar Tengdar fréttir Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33