Hann segir stöðuna hreinlega mjög slæma. Dæmi séu um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning.
Frá því í gær hafa sex verið handteknir í tengslum við málið, þar af gaf einn sig sjálfur fram, og því alls tuttugu verið handteknir. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir þremur hinum nýhandteknu en í gær höfðu níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.
Á þriðja tug manna réðust inn á skemmtistaðinn á fimmtudagskvöld og þrír lágu eftir með stungusár. Einum af þeim sex sem handteknir voru í gær og í dag hefur verið sleppt úr haldi.