Um er að ræða fyrstu könnun Maskínu á fylgi flokkanna eftir formannsskipti í Samfylkingunni en Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumunum í lok október.
Að öðru leyti eru ekki miklar breytingar á stöðu flokkanna. Fylgi Framsóknar stendur nokkurn veginn í stað og mælist tæp fimmtán prósent.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar lítillega og er í tæpum tuttugu og tveimur prósentum. Þá er fylgi Vinstri grænna komið niður í sjö prósent, sem er það lægsta frá síðustu kosningum.
Fylgi Pírata lækkar einnig lítillega niður í rúm þrettán prósent. Viðreisn mælist svipuð og er með níu prósenta fylgi.
Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sósíalistar eru með um fimm prósenta fylgi samkvæmt könnuninni en fylgi síðastnefnda flokksins dalar um eitt og hálft prósent á milli kannana.
Könnun Maskínu fór fram dagana 4. til 22. nóvember og 2.483 tóku afstöðu.
