Íslenska í Ísafjarðarbæ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2022 13:02 Háskólasetur Vestfjarða hvað er nú það? Eitthvert súkkulaði? Ekki er ólíklegt að landslýður hafi ekki hugmynd um tilvist téðrar menntastofnunar. Það ber ekki að undrast. Háskólasetur Vestfjarða berar ekki bossann á Instagramm og Vestfirðir eru ekki heldur beinlínis í alfaraleið í hugum margra. Fyrir sumum hverjum gætu þeir allt eins verið annað land. Mörg eru þess og dæmi að landsbúar, sæmilega langt gengnir á lífsbrautinni án þess að farið sé að slá í þá, hafi aldrei gerst svo frægir að stíga fæti á umræddan landshluta. Blessaður Vestfjarðakjálkinn er aukinheldur ekki stöðugt í umræðunni. Ekki er þó hægt að neita því að landshlutinn atarna fær örugglega eitthvert vægi í umfjöllun fjölmiðla og þá ekki bara í BÆJARINS BESTA, ÚR VÖR, eða á STRANDIR.IS. Það kemur sannlega fyrir að tæpt sé á honum. Þar að auki má ljóst þykja að Frónbúinn hefir verið iðnari við að sækja Vestfirði heim undanfarin fjögur misseri eða svo. Það var jú vandkvæðum bundið að skutlast til Tene. Engu að síður má næsta víst halda því fram, án þess að vitna í nokkrar einustu heimildir sem er máske ekki til eftirbreytni þegar augnamiðið er að fjalla um stofnun á háskólastigi, að mynd margra af Vestfjörðum litist af gúanó, tékka og víni, snjóflóðum, myrkri, burtseldum kvóta, Verbúðinni, kvikmyndunum Nóa albínóa, París norðursins og Þröstum og þar fram eftir götunum. Also fremur nöturleg mynd. Fólk við borð á Dokkunni brugghús þegar staðið var að svokallaðri hrað-íslensku þar sem lýtur svipuðum formerkjum og speed dating nema þá að hún er hugsuð til að æfa sig í notkun íslensku. Góðu heilli eru ekki allir vestfirskir tónar í moll. Sumir hverjir eru meira að segja í dúr. Og við, ef við ákveðum nú að venda okkur leiftursnöggt yfir í einhvers konar samvitund í anda Jóns Kalmans Stefánssonar sem vel að merkja lætur þríleik sinn Helvíti og himnaríki, Harm englanna og Hjarta mannsins atvikast á Vestfjörðum þótt hann sé reyndar svo ósvífinn að geta þess hvergi í verkunum, viljum gerast svo kræf og hrokafull að telja Háskólasetur Vestfjarða einn af þessum glaðværari tónum. Háskólasetrið leit dagsins ljós 2005 anno domini og er því nokkuð ungt að árum. Upphaflegt markmið hennar var að lyfta upp menntunarstigi á Vestfjörðum ásamt því stuðla að jákvæðri byggðaþróun svo og að bæta ímynd kjálkans. Án þess að útlista út í hörgul hvað það er sem Háskólasetur gerir þá er aðalmálið að þar er hægt að leggja stund á meistaranám í sjávarbyggðafræði og haf- og strandsvæðastjórnun. En Háskólasetur Vestfjarða hefir margt fleira á sinni könnu og er þá loksins komið að eiginlegu ætlunarverki þessa samsetnings; að vekja athygli á íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga á vegum Háskólaseturs en þó einna helst á átaki sem Háskólasetur hafði veg og vanda að í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og fleiri aðila. Íslenskuvænt samfélag er heiti umgetins átaks og hlaut það, svo við gerumst nú sjálfhælin, viðurkenningu á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar, sem haldið var 29. september síðastliðinn, fyrir hvatningu og stuðning við notkun íslenskrar tungu í almannarými. Og til að tæpa ögn á átakinu snýst það í grófum dráttum um að auka brúkunarmöguleika þeirra sem læra íslensku. Það vill nefnilega oft brenna við að Íslendingar séu helst til of óþolinmóðir þegar kemur að „ófullkominni“ íslensku. Aðallega var lögð áhersla á að allir málhafar ættu að geta lagt sitt lóð á vogarskálina til að liðsinna fólki sem lærir málið í þeirri viðleitni þeirra að verða betri í beitingu málsins og að taka þurfi mið af getu fólks, að stundum þurfi að einfalda mál sitt, tala hægar, skýrar, endurtaka, endurorða og jafnvel notast við látbragð. Í grunninn hverfist því málið um að auka vitund fólks um hvað það felur í sér að læra íslensku. Enginn lærir nefnilega íslensku með því að tala sínkt og heilagt ensku né lærir sá hinn sami hana sé ævinlega talað við viðkomandi á einhverju lingua franca (ensku). Var staðið að fjölda ókeypis námskeiða og uppákoma auk þess sem farið var þess á leit við forsvarsmenn staða og stofnana í Ísafjarðarbæ að íslenskan yrði í hávegum höfð með áðurnefnt getustig fólks í huga. Greinar voru skrifaðar og viðtöl voru tekin til að vekja athygli á átakinu. Hafa ber í huga að það er því að gera auðvelt að ná til fólks í litlu bæjarfélagi og var uppátækið efalaust á mýmargra vitorði. Átakið hófst í maí á þessu ári og lauk 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Íslenskuvænu samfélagi var svo spyrt saman við íslenskunámskeið Háskólaseturs. Háskólasetur hefir nefnilega staðið að íslenskunámskeiðum fyrir skiptinema og aðra áhugasama frá árinu 2007 og ætíð haft það markmið að gera samfélagið að þátttakanda að einhverju leyti, að nærumhverfið verði eins konar framlenging á kennslustofunni, að nemendur geti gengið að því sem vísu að þeir fái notast við lærdóminn í kennslustofunni þegar út á meðal fólks er komið. Með Íslenskuvænu samfélagi var gengið enn lengra með þessa hugmyndafræði og náði hún yfir mun lengra tímabil en námskeiðin standa yfir. Markmiðið er auðvitað að íslenskan sé sett í visst öndvegi, að hún sé töluð uns annað kemur í ljós. Og þá að markaðslega hlutanum. Við erum þess fullviss að íslenskunámskeið Háskólaseturs séu vel úr garði gerð og gagnist fólki. Við erum þess fullviss að vera hér á Ísafirði, á Vestfjörðum, bjóði upp á mörg tækifæri til að æfa sig í notkun tungunnar sakir þess að hér hefir verið unnið markvisst að því að auka vitund fólks gagnvart málinu og tileinkun þess. Gildir þá einu hvort um innfædda, aðkomna, innflytjendur eða flóttafólk er að ræða. Háskólasetur hefir æ haft þessa nálgun að leiðarljósi. Í þessu samhengi megum við til með að benda á grein Michelle Spinei, „Ég tala ekki gótt Íslensku“ sem birtist á www.visir.is 13. september þessa árs. Það má því ljóst þykja að Ísafjörður er góður kostur þegar kemur að tileinkun íslensku. Hvetjum við því fólk til að kynna sér námskeið okkar, skrá sig á þau, fýsi því svo hugur, bendi öðrum á þau, hafi samband við okkur vilji það kynna sér málin nánar, komi vestur, setjist þar að, verði hluti íslenskuvæns samfélags. Eitthvað svoleiðis. Alltént verður haldið áfram með átakið á næsta ári enda mikið verk óunnið í þessum efnum. Hvað sem öllu þessu líður er næsta víst að þú sem last þessa grein á enda veist nú deili á Háskólasetri Vestfjarða og þeirri staðreynd að það vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi íslenskunar. Er sú viðleitni einn marga jákvæðra þátta sem Háskólasetur Vestfjarða stuðlar að svo og hluti margs þess jákvæða sem finna má vestur á fjörðum. Höfundur er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og meðlimur í starfshópi Íslenskuvæns samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Íslensk tunga Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Háskólasetur Vestfjarða hvað er nú það? Eitthvert súkkulaði? Ekki er ólíklegt að landslýður hafi ekki hugmynd um tilvist téðrar menntastofnunar. Það ber ekki að undrast. Háskólasetur Vestfjarða berar ekki bossann á Instagramm og Vestfirðir eru ekki heldur beinlínis í alfaraleið í hugum margra. Fyrir sumum hverjum gætu þeir allt eins verið annað land. Mörg eru þess og dæmi að landsbúar, sæmilega langt gengnir á lífsbrautinni án þess að farið sé að slá í þá, hafi aldrei gerst svo frægir að stíga fæti á umræddan landshluta. Blessaður Vestfjarðakjálkinn er aukinheldur ekki stöðugt í umræðunni. Ekki er þó hægt að neita því að landshlutinn atarna fær örugglega eitthvert vægi í umfjöllun fjölmiðla og þá ekki bara í BÆJARINS BESTA, ÚR VÖR, eða á STRANDIR.IS. Það kemur sannlega fyrir að tæpt sé á honum. Þar að auki má ljóst þykja að Frónbúinn hefir verið iðnari við að sækja Vestfirði heim undanfarin fjögur misseri eða svo. Það var jú vandkvæðum bundið að skutlast til Tene. Engu að síður má næsta víst halda því fram, án þess að vitna í nokkrar einustu heimildir sem er máske ekki til eftirbreytni þegar augnamiðið er að fjalla um stofnun á háskólastigi, að mynd margra af Vestfjörðum litist af gúanó, tékka og víni, snjóflóðum, myrkri, burtseldum kvóta, Verbúðinni, kvikmyndunum Nóa albínóa, París norðursins og Þröstum og þar fram eftir götunum. Also fremur nöturleg mynd. Fólk við borð á Dokkunni brugghús þegar staðið var að svokallaðri hrað-íslensku þar sem lýtur svipuðum formerkjum og speed dating nema þá að hún er hugsuð til að æfa sig í notkun íslensku. Góðu heilli eru ekki allir vestfirskir tónar í moll. Sumir hverjir eru meira að segja í dúr. Og við, ef við ákveðum nú að venda okkur leiftursnöggt yfir í einhvers konar samvitund í anda Jóns Kalmans Stefánssonar sem vel að merkja lætur þríleik sinn Helvíti og himnaríki, Harm englanna og Hjarta mannsins atvikast á Vestfjörðum þótt hann sé reyndar svo ósvífinn að geta þess hvergi í verkunum, viljum gerast svo kræf og hrokafull að telja Háskólasetur Vestfjarða einn af þessum glaðværari tónum. Háskólasetrið leit dagsins ljós 2005 anno domini og er því nokkuð ungt að árum. Upphaflegt markmið hennar var að lyfta upp menntunarstigi á Vestfjörðum ásamt því stuðla að jákvæðri byggðaþróun svo og að bæta ímynd kjálkans. Án þess að útlista út í hörgul hvað það er sem Háskólasetur gerir þá er aðalmálið að þar er hægt að leggja stund á meistaranám í sjávarbyggðafræði og haf- og strandsvæðastjórnun. En Háskólasetur Vestfjarða hefir margt fleira á sinni könnu og er þá loksins komið að eiginlegu ætlunarverki þessa samsetnings; að vekja athygli á íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga á vegum Háskólaseturs en þó einna helst á átaki sem Háskólasetur hafði veg og vanda að í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og fleiri aðila. Íslenskuvænt samfélag er heiti umgetins átaks og hlaut það, svo við gerumst nú sjálfhælin, viðurkenningu á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar, sem haldið var 29. september síðastliðinn, fyrir hvatningu og stuðning við notkun íslenskrar tungu í almannarými. Og til að tæpa ögn á átakinu snýst það í grófum dráttum um að auka brúkunarmöguleika þeirra sem læra íslensku. Það vill nefnilega oft brenna við að Íslendingar séu helst til of óþolinmóðir þegar kemur að „ófullkominni“ íslensku. Aðallega var lögð áhersla á að allir málhafar ættu að geta lagt sitt lóð á vogarskálina til að liðsinna fólki sem lærir málið í þeirri viðleitni þeirra að verða betri í beitingu málsins og að taka þurfi mið af getu fólks, að stundum þurfi að einfalda mál sitt, tala hægar, skýrar, endurtaka, endurorða og jafnvel notast við látbragð. Í grunninn hverfist því málið um að auka vitund fólks um hvað það felur í sér að læra íslensku. Enginn lærir nefnilega íslensku með því að tala sínkt og heilagt ensku né lærir sá hinn sami hana sé ævinlega talað við viðkomandi á einhverju lingua franca (ensku). Var staðið að fjölda ókeypis námskeiða og uppákoma auk þess sem farið var þess á leit við forsvarsmenn staða og stofnana í Ísafjarðarbæ að íslenskan yrði í hávegum höfð með áðurnefnt getustig fólks í huga. Greinar voru skrifaðar og viðtöl voru tekin til að vekja athygli á átakinu. Hafa ber í huga að það er því að gera auðvelt að ná til fólks í litlu bæjarfélagi og var uppátækið efalaust á mýmargra vitorði. Átakið hófst í maí á þessu ári og lauk 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Íslenskuvænu samfélagi var svo spyrt saman við íslenskunámskeið Háskólaseturs. Háskólasetur hefir nefnilega staðið að íslenskunámskeiðum fyrir skiptinema og aðra áhugasama frá árinu 2007 og ætíð haft það markmið að gera samfélagið að þátttakanda að einhverju leyti, að nærumhverfið verði eins konar framlenging á kennslustofunni, að nemendur geti gengið að því sem vísu að þeir fái notast við lærdóminn í kennslustofunni þegar út á meðal fólks er komið. Með Íslenskuvænu samfélagi var gengið enn lengra með þessa hugmyndafræði og náði hún yfir mun lengra tímabil en námskeiðin standa yfir. Markmiðið er auðvitað að íslenskan sé sett í visst öndvegi, að hún sé töluð uns annað kemur í ljós. Og þá að markaðslega hlutanum. Við erum þess fullviss að íslenskunámskeið Háskólaseturs séu vel úr garði gerð og gagnist fólki. Við erum þess fullviss að vera hér á Ísafirði, á Vestfjörðum, bjóði upp á mörg tækifæri til að æfa sig í notkun tungunnar sakir þess að hér hefir verið unnið markvisst að því að auka vitund fólks gagnvart málinu og tileinkun þess. Gildir þá einu hvort um innfædda, aðkomna, innflytjendur eða flóttafólk er að ræða. Háskólasetur hefir æ haft þessa nálgun að leiðarljósi. Í þessu samhengi megum við til með að benda á grein Michelle Spinei, „Ég tala ekki gótt Íslensku“ sem birtist á www.visir.is 13. september þessa árs. Það má því ljóst þykja að Ísafjörður er góður kostur þegar kemur að tileinkun íslensku. Hvetjum við því fólk til að kynna sér námskeið okkar, skrá sig á þau, fýsi því svo hugur, bendi öðrum á þau, hafi samband við okkur vilji það kynna sér málin nánar, komi vestur, setjist þar að, verði hluti íslenskuvæns samfélags. Eitthvað svoleiðis. Alltént verður haldið áfram með átakið á næsta ári enda mikið verk óunnið í þessum efnum. Hvað sem öllu þessu líður er næsta víst að þú sem last þessa grein á enda veist nú deili á Háskólasetri Vestfjarða og þeirri staðreynd að það vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi íslenskunar. Er sú viðleitni einn marga jákvæðra þátta sem Háskólasetur Vestfjarða stuðlar að svo og hluti margs þess jákvæða sem finna má vestur á fjörðum. Höfundur er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og meðlimur í starfshópi Íslenskuvæns samfélags.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun