Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og sex eru enn í haldi. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deila í undirheimum. Við verðum í beinni úr miðborginni og ræðum við lögreglu.
Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun telur tilboðsdagana sem nú ríða yfir ýta undir óþarfa neyslufyllerí. Við heyrum í þeim og verðum í beinni frá Þjóðleikhúsinu þar sem heimsþekkta rússneska pönksveitin Pussy Riot verður með tónleika og pólitískan gjörning í kvöld.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.