Við segjum frá því að þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum.
Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr skipaflutningunum og ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. Kristján Már segir okkur frá því í fréttatímanum.
Við heimsækjum hússtjórnarskólann á Hallormsstað og könnum hvað verður í gangi í borginni í desember. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og klukkan hálf sjö.