Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda hússins, vinstra megin á myndinni. Vísir Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali. Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Þetta var kunngjört í dag en málþing fer fram í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði í dag. Þar ýtir Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar úr vör alþjóðlegu fræðaneti sem rekið verður í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og fleiri aðra. Fræðanetið heitir á íslensku „Fræðadvöl í Grímshúsi“ en á ensku „Grímsson Fellows“. Slík fræðanet tíðkast hjá ýmsum erlendum rannsóknarstofnunum og háskólum. Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í 2-6 vikur í svonefndu Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði, sem faðir Ólafs Ragnars, Grímur Kristgeirsson, reisti þar árið 1930. Húsið var upphaflega flutt til landsins af Norðmönnum í þann mund sem Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn fyrrverandi eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður nú æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Mamma og pabbi mega koma með Vísindamenn og sérfræðingar á sviðum Norðurslóða, loftslagsmála, umhverfisfræða, náttúrufræða, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hreinnar orku, sagnfræði og öðrum greinum og á öðrum sviðum geta sótt um að dvelja í húsinu á grundvelli alþjóðlegra auglýsinga. Sérstök valnefnd mun meta umsóknir til dvalarinnar. Húsnæðið rúmar einnig fáeina fjölskyldumeðlimi eða vini. Skrifstofa Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle mun fyrst um sinn annast rekstur fræðanetsins í samvinnu við stjórn Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Líftæknifyrirtækið Kerecis sem upprunið er á Ísafirði mun veita styrki til uppihalds og Háskólasetur Vestfjarða sérstaka starfsaðstöðu. Áskilið verður að fræðimennirnir haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík og Akureyri. Áformað er að 2-4 fræðimenn dvelji í húsinu á hverju ári. Forsætisráðherra opnar málþingið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið sem hefst kl. 12:10 í Háskólsetri Vestfjarða. Síðan flytja ávörp Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rektorar háskólanna þriggja munu ræða um alþjóðlegt fræðasamstarf. Loftslagsverkefni í smærri samfélögum og nýsköpun úr auðlindum hafsins verða einnig á dagskrá málþingsins sem og sérstakar kynningar á Snjóflóðasetri Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og útibúi Hafrannsóknarstofnunarinnar á Vestfjörðum. Málþinginu stýrir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Áformað er að því ljúki um klukkan 16:00. Dagskrá málsþingsins er í sérstöku fylgiskjali.
Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30